Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum tæpri viku eftir að hann tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína. Vísir/Anton Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26