Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 19:33 Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43