Einkunnaverðbólga í Verzló 1,4 % á ári Bjarki Ármannsson skrifar 26. febrúar 2016 10:15 „Einkunnaverðbólga“ upp á 1,4 prósent á ári hefur átt sér stað meðal grunnskólanema sem sækja um pláss í Verzlunarskóla Íslands síðustu ár. Vísir „Einkunnaverðbólga“ upp á 1,4 prósent á ári hefur átt sér stað meðal grunnskólanema sem sækja um pláss í Verzlunarskóla Íslands síðustu ár. Þetta er mat tveggja nemenda við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem gert hafa úttekt á þróun einkunna úr grunnskóla og tengsl þeirra við námsárangur í framhaldsskóla. Umræða um það hversu gríðarmikið einkunnir grunnskólanema hafa hækkað frá afnámi samræmdra prófa í grunnskóla hefur nokkrum sinnum sprottið upp að undanförnu og til að mynda var greint frá því síðasta sumar að Verzló, vinsælasti menntaskólinn í fyrra, þurfti að hafna rúmlega sextíu nemendum sem voru með 9,0 eða yfir í meðaleinkunn.Einkunnadreifing þeirra tíundu bekkinga sem komust inn í Verzlunarskólann árin 2004 og 2015. Í bæði íslensku og stærðfræði voru nærri 45 prósent nýnema með 9,5 í meðaleinkunn í fyrra.Mynd/Úr verkefni Höllu og Bjarka„Við pældum mikið í því hvers vegna einkunnirnar hefðu hækkað svona mikið,“ segir Halla Berglind Jónsdóttir, sem vann úttektina ásamt Bjarka Benediktssyni. „Við töluðum því við Inga skólastjóra og fengum þessi gögn, sem ekki er hægt að rekja til nemenda.“ Halla og Bjarki skoðuðu einkunnir þeirra nemenda sem innrituðust í Verzlunarskólann frá árinu 2004 en þrjú ár vantar þó inn í gögnin vegna tæknilega örðugleika. Meðaleinkunnir nemenda í íslensku og stærðfræði voru skoðaðar, annars vegar úr tíunda bekk grunnskóla og hins vegar á fyrstu önn í Verzló.Ekki um „gullna kynslóð“ námsmanna að ræða Augljóst er að grunnskólaeinkunnir nemendanna hafa farið hækkandi frá árinu 2008, þegar samræmd próf voru aflögð, og nýtt einkunnamet raunar sett á hverju ári. Þau Halla og Bjarki skoðuðu þó möguleikana á því að þessi hækkun einkunna stafaði af því að fleiri eða einfaldlega betri nemendur væru að sækja um. „En það kom í ljós að árið 2008 var hágildi,“ segir Halla. „Þá voru 556 umsóknir en síðan þá hafa bara verið rúmlega 400 á ári. Hæsta meðaleinkunnin inn í Verzló hefði kannski átt að vera árið 2008, en það var ekki raunin.“Fjöldi umsókna í Verzlunarskólann frá árinu 2004. Gögn vantar um fjölda umsókna árin 2006, 2007 og 2009.Mynd/Úr verkefni Höllu og BjarkaÞá benda einkunnir nemendanna á fyrstu önn í framhaldsskóla ekki til þess að um „gullna kynslóð“ námsmanna sé að ræða. Meðaleinkunn í stærðfræðiáfanganum STÆ103 hefur lækkað frá afnámi samræmdu prófanna en meðaleinkunn í íslenskuáfanganum ÍSL103 (áður ÍSL102) staðið í stað. „Vegna þess að meðaleinkuninn er orðin svo há, og allir komnir með sömu einkunn, þá er engin leið að sjá hver er í alvöru með 9,5 og hver ætti að vera með svona átta,“ segir Halla. „Þetta gæti skýrt lækkandi meðaleinkunn í Verzló, því þetta er ekki lengur sanngjarnt.“Þau Halla Berglind Jónsdóttir og Bjarki Benediktsson unnu verkefnið.Mynd/Háskólinn í ReykjavíkMiðað við svokallaðan CAGR-verðbólgustuðul, hefur „meðalverðbólga“ grunnskólaeinkunna nýnema við Verzló numið 1,35 prósenti á ári í stærðfræði og 1,48 prósenti á ári í íslensku frá árinu 2011. Í úttekt þeirra Höllu og Bjarka er bent á hversu mikil fylgni virðist vera í fögunum tveimur og að það gefi til kynna að skekkja sé í kerfinu þar sem einkunnir í báðum námsgreinum hækka jafn mikið hlutfallslega. „Okkar tilgáta, sem við getum ekki sannað vegna þess að við erum ekki með nein töluleg gögn um það, er sú að án samræmdra prófa sjá skólar um námsmatið,“ segir Halla. „Og ef þú ert kennari og gerir þitt próf of erfitt miðað við aðra skóla, fá þínir nemendur lægra en hinir og þú ert í raun ábyrgur fyrir því að þau komast ekki inn í skólana.“ Til stendur að koma samræmdum prófum aftur á í grunnskóla næsta vetur, en þau verða færð til vors í níunda bekk og gerð rafræn. Bolli Héðinsson, kennari þeirra Höllu og Bjarka, hefur komið verkefni þeirra áfram til Menntamálastofnunar sem hyggst færa sér niðurstöðurnar í nyt. Tengdar fréttir Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. 14. desember 2015 21:45 Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Einkunnaverðbólga“ upp á 1,4 prósent á ári hefur átt sér stað meðal grunnskólanema sem sækja um pláss í Verzlunarskóla Íslands síðustu ár. Þetta er mat tveggja nemenda við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sem gert hafa úttekt á þróun einkunna úr grunnskóla og tengsl þeirra við námsárangur í framhaldsskóla. Umræða um það hversu gríðarmikið einkunnir grunnskólanema hafa hækkað frá afnámi samræmdra prófa í grunnskóla hefur nokkrum sinnum sprottið upp að undanförnu og til að mynda var greint frá því síðasta sumar að Verzló, vinsælasti menntaskólinn í fyrra, þurfti að hafna rúmlega sextíu nemendum sem voru með 9,0 eða yfir í meðaleinkunn.Einkunnadreifing þeirra tíundu bekkinga sem komust inn í Verzlunarskólann árin 2004 og 2015. Í bæði íslensku og stærðfræði voru nærri 45 prósent nýnema með 9,5 í meðaleinkunn í fyrra.Mynd/Úr verkefni Höllu og Bjarka„Við pældum mikið í því hvers vegna einkunnirnar hefðu hækkað svona mikið,“ segir Halla Berglind Jónsdóttir, sem vann úttektina ásamt Bjarka Benediktssyni. „Við töluðum því við Inga skólastjóra og fengum þessi gögn, sem ekki er hægt að rekja til nemenda.“ Halla og Bjarki skoðuðu einkunnir þeirra nemenda sem innrituðust í Verzlunarskólann frá árinu 2004 en þrjú ár vantar þó inn í gögnin vegna tæknilega örðugleika. Meðaleinkunnir nemenda í íslensku og stærðfræði voru skoðaðar, annars vegar úr tíunda bekk grunnskóla og hins vegar á fyrstu önn í Verzló.Ekki um „gullna kynslóð“ námsmanna að ræða Augljóst er að grunnskólaeinkunnir nemendanna hafa farið hækkandi frá árinu 2008, þegar samræmd próf voru aflögð, og nýtt einkunnamet raunar sett á hverju ári. Þau Halla og Bjarki skoðuðu þó möguleikana á því að þessi hækkun einkunna stafaði af því að fleiri eða einfaldlega betri nemendur væru að sækja um. „En það kom í ljós að árið 2008 var hágildi,“ segir Halla. „Þá voru 556 umsóknir en síðan þá hafa bara verið rúmlega 400 á ári. Hæsta meðaleinkunnin inn í Verzló hefði kannski átt að vera árið 2008, en það var ekki raunin.“Fjöldi umsókna í Verzlunarskólann frá árinu 2004. Gögn vantar um fjölda umsókna árin 2006, 2007 og 2009.Mynd/Úr verkefni Höllu og BjarkaÞá benda einkunnir nemendanna á fyrstu önn í framhaldsskóla ekki til þess að um „gullna kynslóð“ námsmanna sé að ræða. Meðaleinkunn í stærðfræðiáfanganum STÆ103 hefur lækkað frá afnámi samræmdu prófanna en meðaleinkunn í íslenskuáfanganum ÍSL103 (áður ÍSL102) staðið í stað. „Vegna þess að meðaleinkuninn er orðin svo há, og allir komnir með sömu einkunn, þá er engin leið að sjá hver er í alvöru með 9,5 og hver ætti að vera með svona átta,“ segir Halla. „Þetta gæti skýrt lækkandi meðaleinkunn í Verzló, því þetta er ekki lengur sanngjarnt.“Þau Halla Berglind Jónsdóttir og Bjarki Benediktsson unnu verkefnið.Mynd/Háskólinn í ReykjavíkMiðað við svokallaðan CAGR-verðbólgustuðul, hefur „meðalverðbólga“ grunnskólaeinkunna nýnema við Verzló numið 1,35 prósenti á ári í stærðfræði og 1,48 prósenti á ári í íslensku frá árinu 2011. Í úttekt þeirra Höllu og Bjarka er bent á hversu mikil fylgni virðist vera í fögunum tveimur og að það gefi til kynna að skekkja sé í kerfinu þar sem einkunnir í báðum námsgreinum hækka jafn mikið hlutfallslega. „Okkar tilgáta, sem við getum ekki sannað vegna þess að við erum ekki með nein töluleg gögn um það, er sú að án samræmdra prófa sjá skólar um námsmatið,“ segir Halla. „Og ef þú ert kennari og gerir þitt próf of erfitt miðað við aðra skóla, fá þínir nemendur lægra en hinir og þú ert í raun ábyrgur fyrir því að þau komast ekki inn í skólana.“ Til stendur að koma samræmdum prófum aftur á í grunnskóla næsta vetur, en þau verða færð til vors í níunda bekk og gerð rafræn. Bolli Héðinsson, kennari þeirra Höllu og Bjarka, hefur komið verkefni þeirra áfram til Menntamálastofnunar sem hyggst færa sér niðurstöðurnar í nyt.
Tengdar fréttir Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. 14. desember 2015 21:45 Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15
Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. 14. desember 2015 21:45
Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Mennta- og menningarmálaráðuneytið breytir fyrirkomulagi prófanna. 8. febrúar 2016 19:46