Samræmd próf gerð rafræn og færð í níunda bekk Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 19:46 Samræmd próf í grunnskólum verða lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016. Vísir/Anton Samræmd próf í grunnskólum verða lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016. Þá verða þau samræmdu próf sem undanfarin ár hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk færð til vors í níunda bekk. Frá þessum breytingum er greint í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar segir að breytingarnar byggi á tillögu Menntamálastofnunar, sem muni á næstunni kynna breytt fyrirkomulag samræmdra prófa og greina frá því hvenær þau verði lögð fyrir á næsta skólaári. Tilfærsla samræmdu prófanna hefur það í för með sér að ekkert próf verður haldið í tíunda bekk næsta haust. Þeir nemendur sem verða í tíunda bekk á næsta skólaári munu í staðinn þreyta próf vorið 2017, á sama tíma og níundu bekkingar. „Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda,” segir á vef ráðuneytisins. „Með því að færa tíundu bekkjar könnunarprófið í níunda bekk gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í tíunda bekk.” Samhliða þessum breytingum stendur til að gera könnunarprófin hæfnimiðaðri í takt við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Áfram verða tvö könnunarpróf í fjórða og sjöunda bekk, í íslensku og stærðfræði. Í tíunda bekk verður hæfni í íslensku, stærðfræði og ensku metin. Tengdar fréttir Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Skoða upptöku samræmdra prófa á ný Menntamálaráðherra kannar sé hvort einkunnaverðbólga eigi sér stað eftir afnám samræmdra prófa. Hugsanlegt að koma á samræmdum prófum í nýrri mynd. 13. júlí 2015 08:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samræmd próf í grunnskólum verða lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016. Þá verða þau samræmdu próf sem undanfarin ár hafa verið haldin að hausti í tíunda bekk færð til vors í níunda bekk. Frá þessum breytingum er greint í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar segir að breytingarnar byggi á tillögu Menntamálastofnunar, sem muni á næstunni kynna breytt fyrirkomulag samræmdra prófa og greina frá því hvenær þau verði lögð fyrir á næsta skólaári. Tilfærsla samræmdu prófanna hefur það í för með sér að ekkert próf verður haldið í tíunda bekk næsta haust. Þeir nemendur sem verða í tíunda bekk á næsta skólaári munu í staðinn þreyta próf vorið 2017, á sama tíma og níundu bekkingar. „Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda,” segir á vef ráðuneytisins. „Með því að færa tíundu bekkjar könnunarprófið í níunda bekk gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í tíunda bekk.” Samhliða þessum breytingum stendur til að gera könnunarprófin hæfnimiðaðri í takt við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Áfram verða tvö könnunarpróf í fjórða og sjöunda bekk, í íslensku og stærðfræði. Í tíunda bekk verður hæfni í íslensku, stærðfræði og ensku metin.
Tengdar fréttir Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Skoða upptöku samræmdra prófa á ný Menntamálaráðherra kannar sé hvort einkunnaverðbólga eigi sér stað eftir afnám samræmdra prófa. Hugsanlegt að koma á samræmdum prófum í nýrri mynd. 13. júlí 2015 08:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Skoða upptöku samræmdra prófa á ný Menntamálaráðherra kannar sé hvort einkunnaverðbólga eigi sér stað eftir afnám samræmdra prófa. Hugsanlegt að koma á samræmdum prófum í nýrri mynd. 13. júlí 2015 08:00
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15