Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. desember 2015 21:45 Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira