Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. desember 2015 21:45 Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira