Iðnaðarráðherra segir fjölmargar leiðir til að berjast á móti kennitöluflakki Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:05 Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent