Iðnaðarráðherra segir fjölmargar leiðir til að berjast á móti kennitöluflakki Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2016 19:05 Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir kennitöluflakk vera meinsemd í samfélaginu sem verði að uppræta, en hún geti þó ekki stutt frumvarp Framsóknarmanna og stjórnarandstöðunnar sem ætlað er að vinna á vandanum. Til séu aðrar leiðir í baráttunni sem ekki bitni á þeim sem stundi heiðarlegan atvinnurekstur. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir kennitöluflakk í atvinnulífinu. Yrði það að lögum mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki á síðustu þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafa orðið gjaldþrota ef þeir ætla að stofna nýtt félag.Karl Garðarssonvísir/gvaKarl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir kennitöluflakk í atvinnulífinu hafa verið stórt vandamál í mörg ár og kosta ríkið tugi milljarða króna á hverju ári. „Það er eins konar þjóðaríþrótt hjá mörgum Íslendingum að stunda kennitöluflakk. Það eru dæmi um að sömu einstaklingarnir hafi verið í stjórnum og stjórnað allt að tuttugu til 30 fyrirtækjum á þremur til fjórum árum sem öll hafa farið í þrot. Þetta er eitthvað sem við verðum að stoppa,“ segir Karl. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir markmiðið með frumvarpinu ágætt. Hún hafi hins vegar efasemdir um að lög á grundvelli þess myndu leysa vandamálin. „Og muni koma niður á til að mynda nýsköpunarfyrirtækjum. Sem eiga þá erfitt með að fá fólk til að sitja í stjórnum fyrir sig eða starfa með þeim,“ segir Ragnheiður Elín.Má þá ekki segja eins og ástandið er núna að það sé stunduð mikil nýsköpun í skattsvikum? „Ég vil nú ekki endilega halda því fram. Það er algjörlega rétt að kennitöluflakk er meinsemd sem við þurfum að uppræta. Við höfum ýmis tæki til þess. En það sem ég held að við þurfum að átta okkur á er að kennitöluflakk er ekki einn einstakur hlutur heldur athæfi manna sem eru að fara á svig við lög,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé mikill munur á fyrirtækjarekstri sem gangi ekki upp og félag fari þá í gjaldþrot og því að skipulega stinga af með eignir á milli nýrra félaga og skilja skuldirnar eftir. Hún sé með frumvarp um ársskýrslur fyrir Alþingi sem muni auðvelda eftirlit með slíkri starfsemi. „Þá getum við tekið öll þessi tæki sem við höfum í kistunni. Þetta meðal annars. Og beitt þeim með þeim hætti að við séum að ná til þess hóps sem er að stunda þetta. En ekki þeirra sem eru í heiðarlegri atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira