Börn fái að bæta fyrir brot sem þau fremja Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. september 2016 06:30 Refsingar geta verið merkingarlausar fyrir börn í vanda. vísir/vilhelm Lögreglan kemur að tuttugu til fjörutíu sáttamiðlunum vegna brota ungmenna á hverju ári. „Það er nauðsynlegt að efla sáttamiðlun sem úrræði fyrir börn sem brjóta af sér,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Sjá einnig:Tæplega 500 börn fengu kæru á síðasta áriMargrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna segir mikilvægt að beiting réttvísi sé uppbyggileg þegar kemur að börnum.Sáttamiðlun byggir á hugmyndafræði uppbyggilegrar réttvísi en tilgangur hennar er að ná sáttum milli þess sem brýtur af sér og brotaþola og hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á báða aðila. Tæplega 500 börn átján ára og yngri voru kærð fyrir brot á hegningarlögum á síðasta ári. 307 strákar og 187 stelpur. Langflest ungmennin eru gripin fyrir þjófnað, þá innbrot og ofbeldi og kynferðisbrot. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær. Af þessum börnum eru 169 fjórtán ára og yngri og því ósakhæf. Ellefu börn fengu skilorðsbundinn dóm á síðasta ári. Margrét segir það mikilvægt að ungmennum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna og þau fái tækifæri til að bæta fyrir brot sín. „Segjum að barn sé gripið fyrir þjófnað, þá ætti að gefa því tækifæri til að skila varningnum, hitta þolandann og jafnvel gera fyrir hann einhver viðvik til þess að bæta fyrir brotið,“ segir Margrét. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, minnir á að börn sem glíma við hegðunar- og afbrotavanda eigi oft langa sögu um erfiðleika. Það sé mikilvægt að bregðast strax við vandanum áður en hann verður of alvarlegur, oft þurfi að fylgja aðstoðinni eftir til lengri tíma. Sáttameðferð sé gagnleg og við meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu hafi verið notaðar aðferðir sáttameðferðar að svo miklu leyti sem það hefur verið unnt.Halldór Hauksson bendir á að sáttamiðlun hafi ekki verið innleidd í réttarvörslukerfinu.vísir/valli„Í mörgum slíkum málum hefur náðst góður árangur, ekki síst við smærri mál þar sem ekki hefur komið til ákæru og í málum ósakhæfra barna. En þar sem sáttameðferð hefur ekki verið innleidd í réttarvörslukerfinu þá takmarkar það auðvitað mjög helstu möguleika sáttameðferðar. Sáttameðferð getur leitt til betri árangurs en ákæra, því sektir eða aðrar refsingar reynast í mörgum tilvikum algjörlega merkingarlausar í hugum ungmenna sem eiga í vanda eða í versta falli auka á andstöðu þeirra gagnvart fullorðnum og yfirvaldi,“ segir Halldór. Hann bendir á að sáttameðferð geti líka verið mikilvægur hluti af annarri meðferð unglinga í vanda. „Og aukið líkur á því að unglingur gangist við brotinu, læri að taka ábyrgð á gjörðum sínum og bæta fyrir þær með einhverjum hætti og í góðri samvinnu gagnvart þeim sem varð fyrir tjóninu,“ segir hann. Nú er í undirbúningi ný meðferðarstofnun á höfuðborgarsvæðinu þar sem einnig verður hægt að afplána fangelsisdóma í meðferð eins og hægt hefur verið um árabil á öðrum meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. „Aðaláherslan í meðferðinni þarf að vera á þá áhættuþætti í lífi einstaklingsins sem leiddu til þeirrar hegðunar sem olli þeim sjálfum eða öðrum skaða og reyndist eftir atvikum saknæm,“ segir Halldór. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tæplega 500 börn fengu kæru á síðasta ári Ungmenni voru fjórðungur allra sem kærðir voru á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Flest kærð fyrir þjófnað. Afbrotafræðingur vill hækka sakhæfisaldur. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Lögreglan kemur að tuttugu til fjörutíu sáttamiðlunum vegna brota ungmenna á hverju ári. „Það er nauðsynlegt að efla sáttamiðlun sem úrræði fyrir börn sem brjóta af sér,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Sjá einnig:Tæplega 500 börn fengu kæru á síðasta áriMargrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna segir mikilvægt að beiting réttvísi sé uppbyggileg þegar kemur að börnum.Sáttamiðlun byggir á hugmyndafræði uppbyggilegrar réttvísi en tilgangur hennar er að ná sáttum milli þess sem brýtur af sér og brotaþola og hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á báða aðila. Tæplega 500 börn átján ára og yngri voru kærð fyrir brot á hegningarlögum á síðasta ári. 307 strákar og 187 stelpur. Langflest ungmennin eru gripin fyrir þjófnað, þá innbrot og ofbeldi og kynferðisbrot. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær. Af þessum börnum eru 169 fjórtán ára og yngri og því ósakhæf. Ellefu börn fengu skilorðsbundinn dóm á síðasta ári. Margrét segir það mikilvægt að ungmennum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna og þau fái tækifæri til að bæta fyrir brot sín. „Segjum að barn sé gripið fyrir þjófnað, þá ætti að gefa því tækifæri til að skila varningnum, hitta þolandann og jafnvel gera fyrir hann einhver viðvik til þess að bæta fyrir brotið,“ segir Margrét. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, minnir á að börn sem glíma við hegðunar- og afbrotavanda eigi oft langa sögu um erfiðleika. Það sé mikilvægt að bregðast strax við vandanum áður en hann verður of alvarlegur, oft þurfi að fylgja aðstoðinni eftir til lengri tíma. Sáttameðferð sé gagnleg og við meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu hafi verið notaðar aðferðir sáttameðferðar að svo miklu leyti sem það hefur verið unnt.Halldór Hauksson bendir á að sáttamiðlun hafi ekki verið innleidd í réttarvörslukerfinu.vísir/valli„Í mörgum slíkum málum hefur náðst góður árangur, ekki síst við smærri mál þar sem ekki hefur komið til ákæru og í málum ósakhæfra barna. En þar sem sáttameðferð hefur ekki verið innleidd í réttarvörslukerfinu þá takmarkar það auðvitað mjög helstu möguleika sáttameðferðar. Sáttameðferð getur leitt til betri árangurs en ákæra, því sektir eða aðrar refsingar reynast í mörgum tilvikum algjörlega merkingarlausar í hugum ungmenna sem eiga í vanda eða í versta falli auka á andstöðu þeirra gagnvart fullorðnum og yfirvaldi,“ segir Halldór. Hann bendir á að sáttameðferð geti líka verið mikilvægur hluti af annarri meðferð unglinga í vanda. „Og aukið líkur á því að unglingur gangist við brotinu, læri að taka ábyrgð á gjörðum sínum og bæta fyrir þær með einhverjum hætti og í góðri samvinnu gagnvart þeim sem varð fyrir tjóninu,“ segir hann. Nú er í undirbúningi ný meðferðarstofnun á höfuðborgarsvæðinu þar sem einnig verður hægt að afplána fangelsisdóma í meðferð eins og hægt hefur verið um árabil á öðrum meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. „Aðaláherslan í meðferðinni þarf að vera á þá áhættuþætti í lífi einstaklingsins sem leiddu til þeirrar hegðunar sem olli þeim sjálfum eða öðrum skaða og reyndist eftir atvikum saknæm,“ segir Halldór. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tæplega 500 börn fengu kæru á síðasta ári Ungmenni voru fjórðungur allra sem kærðir voru á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Flest kærð fyrir þjófnað. Afbrotafræðingur vill hækka sakhæfisaldur. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Tæplega 500 börn fengu kæru á síðasta ári Ungmenni voru fjórðungur allra sem kærðir voru á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Flest kærð fyrir þjófnað. Afbrotafræðingur vill hækka sakhæfisaldur. 5. september 2016 07:00