Íslenskir skipstjórar sækja til Síerra Leóne Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 06:45 Sjómenn í Síerra Leóne gera veiðarfærin klár. Í fjarska sést í erlendan togara á veiðum. MYND: Birta Ólafsdóttir „Það streyma inn fyrirspurnir og CV og allt. Það eru greinilega margir í ævintýrahug,“ segir Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Aurora velgerðarsjóðs, Sjóðurinn auglýsti um síðustu helgi eftir reyndum skipstjórum til starfa á vegum hans í Síerra Leóne í Afríku. Þar rekur sjóðurinn fjórar löndunarstöðvar í samstarfi við heimamenn í fjórum 500 manna þorpum. Tilgangurinn er að efla sjávarútveg landsins. Verkefnið er liður í umfangsmikilli þróunarsamvinnu sem Aurora hefur unnið að í landinu frá stofnun árið 2007.Regína Bjarnadóttir.Meðal þeirra verkefna sem íslensku skipstjórarnir munu sinna er þjálfun heimamanna í rekstri fiskibáta og veiðum, en einnig að kortleggja fiskimið landsins. Vegna þessa hefur sjóðurinn keypt tvo íslenska strandveiðibáta frá Akureyri sem verða fluttir út og aðlagaðir aðstæðum í Síerra Leóne og þannig nýttir til veiðanna. Skipstjórarnir munu stýra bátunum til að byrja með, en vonir standa til að heimamenn geti tekið við stjórn þeirra í fyllingu tímans. Síerra Leóne er eitt af fátækustu ríkjum Afríku og stendur mikil uppbygging þar fyrir dyrum. Möguleikar heimamanna til að nýta fiskimið sín hafa verið takmarkaðir að sögn Regínu. Þeir rói á einföldum opnum bátum sem komast lengst sex mílur frá landi. Hún segir að aflinn sé að jafnaði mjög lítill og þá stöðvist veiðar ef veður er vont. Á meðan stunda togarar víðs vegar að úr heiminum veiðar lengra úti í landhelginni sem er illa gætt af yfirvöldum. Þessum afla er landað í öðrum ríkjum. Markmið Auroru sé því gera heimamönnum kleift að komast lengra út á miðin með bestu tækjum til að nýta auðlindina betur. Ekki síðra markmið er að auka vinnslu í landi og bæta þannig framboð á fiski fyrir heimamarkað og í framtíðinni til útflutnings. Aukið framboð á fiski tryggir jafnframt betra aðgengi að próteinríkri fæðu. Regína segir að jákvæður tónn sé í íbúum Síerra Leóne þessi misserin og eru þeir áhugasamir um verkefnið. „Mikil uppbygging er í gangi núna og byggingarkranar út um allt. Mikið af ungu fólki er að flytja aftur heim til sín, fólk sem kannski flutti burtu þegar stríðið stóð sem hæst,“ segir Regína og bætir við að margir sem flutt hafi heim hafi aflað sér menntunar í skólum í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þetta er fólk sem vill gera eitthvað gott fyrir landið sitt.“ Regína mun flytja til Síerra Leóne ásamt fjölskyldu sinni til að fylgja verkefninu eftir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 6. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
„Það streyma inn fyrirspurnir og CV og allt. Það eru greinilega margir í ævintýrahug,“ segir Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Aurora velgerðarsjóðs, Sjóðurinn auglýsti um síðustu helgi eftir reyndum skipstjórum til starfa á vegum hans í Síerra Leóne í Afríku. Þar rekur sjóðurinn fjórar löndunarstöðvar í samstarfi við heimamenn í fjórum 500 manna þorpum. Tilgangurinn er að efla sjávarútveg landsins. Verkefnið er liður í umfangsmikilli þróunarsamvinnu sem Aurora hefur unnið að í landinu frá stofnun árið 2007.Regína Bjarnadóttir.Meðal þeirra verkefna sem íslensku skipstjórarnir munu sinna er þjálfun heimamanna í rekstri fiskibáta og veiðum, en einnig að kortleggja fiskimið landsins. Vegna þessa hefur sjóðurinn keypt tvo íslenska strandveiðibáta frá Akureyri sem verða fluttir út og aðlagaðir aðstæðum í Síerra Leóne og þannig nýttir til veiðanna. Skipstjórarnir munu stýra bátunum til að byrja með, en vonir standa til að heimamenn geti tekið við stjórn þeirra í fyllingu tímans. Síerra Leóne er eitt af fátækustu ríkjum Afríku og stendur mikil uppbygging þar fyrir dyrum. Möguleikar heimamanna til að nýta fiskimið sín hafa verið takmarkaðir að sögn Regínu. Þeir rói á einföldum opnum bátum sem komast lengst sex mílur frá landi. Hún segir að aflinn sé að jafnaði mjög lítill og þá stöðvist veiðar ef veður er vont. Á meðan stunda togarar víðs vegar að úr heiminum veiðar lengra úti í landhelginni sem er illa gætt af yfirvöldum. Þessum afla er landað í öðrum ríkjum. Markmið Auroru sé því gera heimamönnum kleift að komast lengra út á miðin með bestu tækjum til að nýta auðlindina betur. Ekki síðra markmið er að auka vinnslu í landi og bæta þannig framboð á fiski fyrir heimamarkað og í framtíðinni til útflutnings. Aukið framboð á fiski tryggir jafnframt betra aðgengi að próteinríkri fæðu. Regína segir að jákvæður tónn sé í íbúum Síerra Leóne þessi misserin og eru þeir áhugasamir um verkefnið. „Mikil uppbygging er í gangi núna og byggingarkranar út um allt. Mikið af ungu fólki er að flytja aftur heim til sín, fólk sem kannski flutti burtu þegar stríðið stóð sem hæst,“ segir Regína og bætir við að margir sem flutt hafi heim hafi aflað sér menntunar í skólum í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þetta er fólk sem vill gera eitthvað gott fyrir landið sitt.“ Regína mun flytja til Síerra Leóne ásamt fjölskyldu sinni til að fylgja verkefninu eftir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 6. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira