Samsköttun hjóna verði hætt og vaxtabætur aflagðar Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:10 Verkefnisstjórn um skattamál leggur til grundvallar breytingar á skattkerfinu, meðal annars með því að draga úr vægi persónuafsláttar og lækkun á álagningu í neðsta skattþrepi. Lægra skattþrepið yrði 25 prósent og næði til tekna upp á 7,8 milljónir á ári. Þá verði samsköttun hjóna afnumin og vaxtabætur lagðar af. Nái tillögur verkefnisstjórnarinnar fram að ganga má segja að gjörbylting yrði á íslenska skattkerfinu. Bæði hvað varðar innheimtu á tekjuskatti, greiðslu ýmissa gjalda og bóta. Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var skipaður samráðsvettvangur stjórnvalda, atvinnulífs, verkalýðshreyfingar og fleiri aðila um aukna hagsæld sem síðan fól sjálfstæðri verkefnisstjórn að móta tillögur til að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Verkefnisstjórnin hefur nú skilað af sér tillögum sem Daði Már Kristófersson prófessor og formaður verkefnisstjórnarinnar viðurkennir að séu all róttækar. „Jú þetta yrðu verulegar breytingar. Sérstaklega á tekjuskattskerfinu, sennilega stærsta breyting frá árinu 1987. Þetta er svona ný hugsun getum við sagt í nálgun á skattkerfið. Það er verið að stinga þarna upp á að draga úr vægi persónuafsláttar og lækka verulega skattprósentur á móti. Það er að segja lækka jaðarskatta á lægri og millitekjur,“ segir Daði Már. Undanþágum í virðisaukaskatti yrði fækkað og tekið upp eitt 19 prósenta virðisaukaskattsþrep. Þá yrðu gerðar breytingar á persónuafslættinum sem yrði tekjutengdur og skertur eftir 970 þúsund króna árstekjur og hyrfi við árstekjur upp á 2,4 milljónir. Skattþrepin yrðu tvö, 25 og 43 prósent, en í dag er neðsta skattþrepið 36 prósent og efsta þrepið 46 prósent. En stjórnvöld hafa reyndar þegar ákveðið að fækka þrepunum úr þremur í tvö um næstu áramót.Barnabætur verði réttur barns en ekki foreldra „Það er verið að leggja til að vaxtabótakerfið í núverandi mynd verði lagt niður og það verði að hluta til notað til að fjármagna þessar breytingar. Því þetta eru auðvitað verulegar lækkanir á tekjuskatti. Barnabætur verði notaðar meira til að hæka tekjur tekjulægstu fjölskyldnanna. Það er líka lagt til að barnabæturnar verði að réttindum barnsins, ekki foreldranna,“ segir Daði Már. Barnabætur á hvert barn yrðu hækkaðar í 450 þúsund og byrjuðu svo að skerðast við 2,4 milljónir hvers foreldris fyrir sig en verkefnisstjórnin leggur einnig til að samsköttun hjóna verði hætt. „Í staðinn kemur auðvitað að persónuafslátturinn verður að hluta til útgreiðanlegur. Það er líka rétt að taka fram að ef um hjón er að ræða, tvo einstaklinga sem búa saman, yrðu skerðingarmörkin ekki 2,4 milljónir króna heldur 4,8 milljónir. Tvöfalt sem þær yrðu fyrir einstakling og það sama á við um persónuafsláttinn,“ segir formaður verkefnisstjórnarinnar. Það breyti töluvert miklu að hætta samsköttun fyrir réttindi og skyldur hvers einstaklings. „Það er t.d. þannig í dag að hjón bera ótakmarkaða ábyrgð á skattaskuldum hvors annars. Sérstaklega í kringum hjónaskilnaði getur komið upp mjög skringileg staða. Þetta hefur líka áhrif á jaðarskatta maka sem kemur t.a.m. seint á ævinni út á vinnumarkaðinn. Sem mætir þá mun hærri jaðarsköttum en einstaklingur,“ segir Daði Már. Verkefnisstjórnin leggur til ýmsar aðrar breytingar á skattkerfinu sem má skoða í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Verkefnisstjórn um skattamál leggur til grundvallar breytingar á skattkerfinu, meðal annars með því að draga úr vægi persónuafsláttar og lækkun á álagningu í neðsta skattþrepi. Lægra skattþrepið yrði 25 prósent og næði til tekna upp á 7,8 milljónir á ári. Þá verði samsköttun hjóna afnumin og vaxtabætur lagðar af. Nái tillögur verkefnisstjórnarinnar fram að ganga má segja að gjörbylting yrði á íslenska skattkerfinu. Bæði hvað varðar innheimtu á tekjuskatti, greiðslu ýmissa gjalda og bóta. Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var skipaður samráðsvettvangur stjórnvalda, atvinnulífs, verkalýðshreyfingar og fleiri aðila um aukna hagsæld sem síðan fól sjálfstæðri verkefnisstjórn að móta tillögur til að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Verkefnisstjórnin hefur nú skilað af sér tillögum sem Daði Már Kristófersson prófessor og formaður verkefnisstjórnarinnar viðurkennir að séu all róttækar. „Jú þetta yrðu verulegar breytingar. Sérstaklega á tekjuskattskerfinu, sennilega stærsta breyting frá árinu 1987. Þetta er svona ný hugsun getum við sagt í nálgun á skattkerfið. Það er verið að stinga þarna upp á að draga úr vægi persónuafsláttar og lækka verulega skattprósentur á móti. Það er að segja lækka jaðarskatta á lægri og millitekjur,“ segir Daði Már. Undanþágum í virðisaukaskatti yrði fækkað og tekið upp eitt 19 prósenta virðisaukaskattsþrep. Þá yrðu gerðar breytingar á persónuafslættinum sem yrði tekjutengdur og skertur eftir 970 þúsund króna árstekjur og hyrfi við árstekjur upp á 2,4 milljónir. Skattþrepin yrðu tvö, 25 og 43 prósent, en í dag er neðsta skattþrepið 36 prósent og efsta þrepið 46 prósent. En stjórnvöld hafa reyndar þegar ákveðið að fækka þrepunum úr þremur í tvö um næstu áramót.Barnabætur verði réttur barns en ekki foreldra „Það er verið að leggja til að vaxtabótakerfið í núverandi mynd verði lagt niður og það verði að hluta til notað til að fjármagna þessar breytingar. Því þetta eru auðvitað verulegar lækkanir á tekjuskatti. Barnabætur verði notaðar meira til að hæka tekjur tekjulægstu fjölskyldnanna. Það er líka lagt til að barnabæturnar verði að réttindum barnsins, ekki foreldranna,“ segir Daði Már. Barnabætur á hvert barn yrðu hækkaðar í 450 þúsund og byrjuðu svo að skerðast við 2,4 milljónir hvers foreldris fyrir sig en verkefnisstjórnin leggur einnig til að samsköttun hjóna verði hætt. „Í staðinn kemur auðvitað að persónuafslátturinn verður að hluta til útgreiðanlegur. Það er líka rétt að taka fram að ef um hjón er að ræða, tvo einstaklinga sem búa saman, yrðu skerðingarmörkin ekki 2,4 milljónir króna heldur 4,8 milljónir. Tvöfalt sem þær yrðu fyrir einstakling og það sama á við um persónuafsláttinn,“ segir formaður verkefnisstjórnarinnar. Það breyti töluvert miklu að hætta samsköttun fyrir réttindi og skyldur hvers einstaklings. „Það er t.d. þannig í dag að hjón bera ótakmarkaða ábyrgð á skattaskuldum hvors annars. Sérstaklega í kringum hjónaskilnaði getur komið upp mjög skringileg staða. Þetta hefur líka áhrif á jaðarskatta maka sem kemur t.a.m. seint á ævinni út á vinnumarkaðinn. Sem mætir þá mun hærri jaðarsköttum en einstaklingur,“ segir Daði Már. Verkefnisstjórnin leggur til ýmsar aðrar breytingar á skattkerfinu sem má skoða í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira