Innlent

MH og FSH mættust í undanúrslitum So you think you can snap



Í gær fór fram viðureign Menntaskólans við Hamrahlíð á móti Framhaldsskólanum á Húsavík í Snapchat-keppninni So You Think You Can Snap!. Var þetta fyrsta viðureign undanúrslitanna sem standa yfir þangað til á föstudaginn. 

Tuttugu framhaldsskólar skráðu sig til leiks í keppninni. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Að keppninni stendur sam­fé­lags­miðla­þátturinn Áttan sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa. Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning.

Hér að ofan má sjá framlag Menntaskólans við Hamrahlíð og Framhaldsskólans á Húsavík.

Dagskrá keppninnar - Undanúrslit:

Mánudagur 5. september: Menntaskólinn við Hamrahlíð vs. Framhaldsskólinn á Húsavík

Þriðjudagur 6. september: Menntaskólinn á Tröllaskaga vs. Menntaskólinn á Akureyri

Miðvikudagur 7. september: Menntaskólinn í Kópavogi vs. Verslunarskóli Íslands

Fimmtudagur 8. september: Menntaskólinn við Sund vs. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ

Föstudagur 9. september: Verkmenntaskóli Akureyrar - Flensborg


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×