Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna göngukonu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Veður var gott og konan fannst eftir stutta leit.
Veður var gott og konan fannst eftir stutta leit. mynd/vísir
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út upp úr fimm í dag til leitar að göngukonu sem varð viðskila við ferðafélaga sinn undir Eyjafjöllum.

Gott veður var á svæðinu og sá konan til Vestmannaeyja og gat gefið aðrar upplýsingar í síma þannig að hægt var að staðsetja hana gróft. Göngukonan fannst síðan eftir stutta leit á Hamragarðaheiði við rætur Eyjafjallajökuls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×