Fasteignafélagið Reitir dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni milljónir í vangoldin laun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 09:49 Frá brunanum í Skeifunni sumarið 2014 en starfsmaðurinn átti samkvæmt starfslokasamningi meðal annars að koma að málum varðandi uppbyggingu á reitnum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fasteignafélagið Reiti til að greiða fyrrverandi starfsmanni félagsins rúmar 6 milljónir króna í vangoldin laun, auk dráttarvaxta, en Reitir riftu starfslokasamningi einhliða sem gerður hafði verið við manninn þegar honum var sagt upp störfum í nóvember 2014. Í starfslokasamningnum var kveðið á um að starfsmanninum skyldu greidd laun frá 1. nóvember 2014 til 1. maí 2015. Á meðan átti maðurinn að sinna ýmsum störfum fyrir Reiti, meðal annars sjá um verkefnastjórn hóteluppbyggingar við Aðalstræti 6 fyrir hönd Reita og vera fulltrúi og tengliður Reita varðandi Skeifuna 11 og uppbyggingu á þeim reit í kjölfar stórbrunans þar sumarið 2014.Töldu ekki fara saman að vinna fyrir Icelandair Group og sinna framkvæmdum við Aðalstræti 6 Þann 5. desember 2014 fengu Reitir ábendingu um að starfsmaðurinn fyrrverandi hefði hafið störf hjá Icelandair Group. Töldu Reitir að þar með væri rétt að slíta starfslokasamningnum þar sem félagið leit svo á að maðurinn gæti ekki sinnt störfum sínum fyrir Reiti þar sem hann væri kominn í fullt starf hjá Icelandair Group. Að auki væri ekki við hæfi „að stefnandi væri að verkstýra verklegum framkvæmdum hjá samkeppnisaðila Icelandair Group hf. eftir að hann hafði tekið við starfi hjá því félagi,“ en Reitir áttu þar við hótelframkvæmdirnar við Aðalstræti 6. Þessu mótmælti starfsmaðurinn fyrrverandi og taldi riftunina á starfslokasamningnum ólögmæta. Mat hann það sem svo að ráðning hans hjá Icelandair Group breytti engu um samninginn, en hann hætti þó að sinna verkefnum fyrir Reiti sem sneru að Aðalstræti 6 og Skeifunni 11 í desember 2014 að beiðni félagsins. Hann sinnti hins vegar áfram öðrum verkefnum fyrir Reiti.Hefði átt að geta sinn störfum fyrir Reiti og Icelandair Group Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur féllst á málatilbúnað mannsins og taldi ekki hafa verið færð fram haldbær rök fyrir því að ekki hafi verið unnt að beita því samningsákvæði að starfsmaðurinn gæti bæði sinnt störfum sínum fyrir Icelandair Group og Reiti á meðan starfslokasamningurinn var í gildi. Þá taldi dómurinn jafnframt ósannað að maðurinn hefði ekki innt aðra þá vinnuskyldu af hendi sem starfslokasamningurinn kvað á um, líkt og Reitir vildu meina, og því var félaginu ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum. Fasteignafélagið var því dæmt til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 6.306.678 krónur með dráttarvöxtum í vangoldin laun, en dóminn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fasteignafélagið Reiti til að greiða fyrrverandi starfsmanni félagsins rúmar 6 milljónir króna í vangoldin laun, auk dráttarvaxta, en Reitir riftu starfslokasamningi einhliða sem gerður hafði verið við manninn þegar honum var sagt upp störfum í nóvember 2014. Í starfslokasamningnum var kveðið á um að starfsmanninum skyldu greidd laun frá 1. nóvember 2014 til 1. maí 2015. Á meðan átti maðurinn að sinna ýmsum störfum fyrir Reiti, meðal annars sjá um verkefnastjórn hóteluppbyggingar við Aðalstræti 6 fyrir hönd Reita og vera fulltrúi og tengliður Reita varðandi Skeifuna 11 og uppbyggingu á þeim reit í kjölfar stórbrunans þar sumarið 2014.Töldu ekki fara saman að vinna fyrir Icelandair Group og sinna framkvæmdum við Aðalstræti 6 Þann 5. desember 2014 fengu Reitir ábendingu um að starfsmaðurinn fyrrverandi hefði hafið störf hjá Icelandair Group. Töldu Reitir að þar með væri rétt að slíta starfslokasamningnum þar sem félagið leit svo á að maðurinn gæti ekki sinnt störfum sínum fyrir Reiti þar sem hann væri kominn í fullt starf hjá Icelandair Group. Að auki væri ekki við hæfi „að stefnandi væri að verkstýra verklegum framkvæmdum hjá samkeppnisaðila Icelandair Group hf. eftir að hann hafði tekið við starfi hjá því félagi,“ en Reitir áttu þar við hótelframkvæmdirnar við Aðalstræti 6. Þessu mótmælti starfsmaðurinn fyrrverandi og taldi riftunina á starfslokasamningnum ólögmæta. Mat hann það sem svo að ráðning hans hjá Icelandair Group breytti engu um samninginn, en hann hætti þó að sinna verkefnum fyrir Reiti sem sneru að Aðalstræti 6 og Skeifunni 11 í desember 2014 að beiðni félagsins. Hann sinnti hins vegar áfram öðrum verkefnum fyrir Reiti.Hefði átt að geta sinn störfum fyrir Reiti og Icelandair Group Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur féllst á málatilbúnað mannsins og taldi ekki hafa verið færð fram haldbær rök fyrir því að ekki hafi verið unnt að beita því samningsákvæði að starfsmaðurinn gæti bæði sinnt störfum sínum fyrir Icelandair Group og Reiti á meðan starfslokasamningurinn var í gildi. Þá taldi dómurinn jafnframt ósannað að maðurinn hefði ekki innt aðra þá vinnuskyldu af hendi sem starfslokasamningurinn kvað á um, líkt og Reitir vildu meina, og því var félaginu ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum. Fasteignafélagið var því dæmt til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 6.306.678 krónur með dráttarvöxtum í vangoldin laun, en dóminn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira