Fasteignafélagið Reitir dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni milljónir í vangoldin laun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 09:49 Frá brunanum í Skeifunni sumarið 2014 en starfsmaðurinn átti samkvæmt starfslokasamningi meðal annars að koma að málum varðandi uppbyggingu á reitnum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fasteignafélagið Reiti til að greiða fyrrverandi starfsmanni félagsins rúmar 6 milljónir króna í vangoldin laun, auk dráttarvaxta, en Reitir riftu starfslokasamningi einhliða sem gerður hafði verið við manninn þegar honum var sagt upp störfum í nóvember 2014. Í starfslokasamningnum var kveðið á um að starfsmanninum skyldu greidd laun frá 1. nóvember 2014 til 1. maí 2015. Á meðan átti maðurinn að sinna ýmsum störfum fyrir Reiti, meðal annars sjá um verkefnastjórn hóteluppbyggingar við Aðalstræti 6 fyrir hönd Reita og vera fulltrúi og tengliður Reita varðandi Skeifuna 11 og uppbyggingu á þeim reit í kjölfar stórbrunans þar sumarið 2014.Töldu ekki fara saman að vinna fyrir Icelandair Group og sinna framkvæmdum við Aðalstræti 6 Þann 5. desember 2014 fengu Reitir ábendingu um að starfsmaðurinn fyrrverandi hefði hafið störf hjá Icelandair Group. Töldu Reitir að þar með væri rétt að slíta starfslokasamningnum þar sem félagið leit svo á að maðurinn gæti ekki sinnt störfum sínum fyrir Reiti þar sem hann væri kominn í fullt starf hjá Icelandair Group. Að auki væri ekki við hæfi „að stefnandi væri að verkstýra verklegum framkvæmdum hjá samkeppnisaðila Icelandair Group hf. eftir að hann hafði tekið við starfi hjá því félagi,“ en Reitir áttu þar við hótelframkvæmdirnar við Aðalstræti 6. Þessu mótmælti starfsmaðurinn fyrrverandi og taldi riftunina á starfslokasamningnum ólögmæta. Mat hann það sem svo að ráðning hans hjá Icelandair Group breytti engu um samninginn, en hann hætti þó að sinna verkefnum fyrir Reiti sem sneru að Aðalstræti 6 og Skeifunni 11 í desember 2014 að beiðni félagsins. Hann sinnti hins vegar áfram öðrum verkefnum fyrir Reiti.Hefði átt að geta sinn störfum fyrir Reiti og Icelandair Group Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur féllst á málatilbúnað mannsins og taldi ekki hafa verið færð fram haldbær rök fyrir því að ekki hafi verið unnt að beita því samningsákvæði að starfsmaðurinn gæti bæði sinnt störfum sínum fyrir Icelandair Group og Reiti á meðan starfslokasamningurinn var í gildi. Þá taldi dómurinn jafnframt ósannað að maðurinn hefði ekki innt aðra þá vinnuskyldu af hendi sem starfslokasamningurinn kvað á um, líkt og Reitir vildu meina, og því var félaginu ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum. Fasteignafélagið var því dæmt til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 6.306.678 krónur með dráttarvöxtum í vangoldin laun, en dóminn má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fasteignafélagið Reiti til að greiða fyrrverandi starfsmanni félagsins rúmar 6 milljónir króna í vangoldin laun, auk dráttarvaxta, en Reitir riftu starfslokasamningi einhliða sem gerður hafði verið við manninn þegar honum var sagt upp störfum í nóvember 2014. Í starfslokasamningnum var kveðið á um að starfsmanninum skyldu greidd laun frá 1. nóvember 2014 til 1. maí 2015. Á meðan átti maðurinn að sinna ýmsum störfum fyrir Reiti, meðal annars sjá um verkefnastjórn hóteluppbyggingar við Aðalstræti 6 fyrir hönd Reita og vera fulltrúi og tengliður Reita varðandi Skeifuna 11 og uppbyggingu á þeim reit í kjölfar stórbrunans þar sumarið 2014.Töldu ekki fara saman að vinna fyrir Icelandair Group og sinna framkvæmdum við Aðalstræti 6 Þann 5. desember 2014 fengu Reitir ábendingu um að starfsmaðurinn fyrrverandi hefði hafið störf hjá Icelandair Group. Töldu Reitir að þar með væri rétt að slíta starfslokasamningnum þar sem félagið leit svo á að maðurinn gæti ekki sinnt störfum sínum fyrir Reiti þar sem hann væri kominn í fullt starf hjá Icelandair Group. Að auki væri ekki við hæfi „að stefnandi væri að verkstýra verklegum framkvæmdum hjá samkeppnisaðila Icelandair Group hf. eftir að hann hafði tekið við starfi hjá því félagi,“ en Reitir áttu þar við hótelframkvæmdirnar við Aðalstræti 6. Þessu mótmælti starfsmaðurinn fyrrverandi og taldi riftunina á starfslokasamningnum ólögmæta. Mat hann það sem svo að ráðning hans hjá Icelandair Group breytti engu um samninginn, en hann hætti þó að sinna verkefnum fyrir Reiti sem sneru að Aðalstræti 6 og Skeifunni 11 í desember 2014 að beiðni félagsins. Hann sinnti hins vegar áfram öðrum verkefnum fyrir Reiti.Hefði átt að geta sinn störfum fyrir Reiti og Icelandair Group Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur féllst á málatilbúnað mannsins og taldi ekki hafa verið færð fram haldbær rök fyrir því að ekki hafi verið unnt að beita því samningsákvæði að starfsmaðurinn gæti bæði sinnt störfum sínum fyrir Icelandair Group og Reiti á meðan starfslokasamningurinn var í gildi. Þá taldi dómurinn jafnframt ósannað að maðurinn hefði ekki innt aðra þá vinnuskyldu af hendi sem starfslokasamningurinn kvað á um, líkt og Reitir vildu meina, og því var félaginu ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum. Fasteignafélagið var því dæmt til að greiða starfsmanninum fyrrverandi 6.306.678 krónur með dráttarvöxtum í vangoldin laun, en dóminn má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira