Innlent

Bílvelta á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bíl var ekið upp á snjóruðning fyrr í kvöld með þeim afleiðingum að hann valt.
Bíl var ekið upp á snjóruðning fyrr í kvöld með þeim afleiðingum að hann valt. Vísir/Pjetur
Engan sakaði er bílvelta varð á Hlíðarbraut á Akureyri fyrr í kvöld. Tildrög slyssins voru þannig að bílnum var ekið upp á snjóruðning til þess að koma í veg fyrir aftanákeyrslu en hægt hafði á umferð fyrir framan bílinn. 

Við það valt bíllinn en ökumaður hans var einn á ferð og slasaðist hann ekki. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri er hált á götum bæjarins og því fullt tilefni til þess að fara varlega í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×