Sjúkraflug áætlar að lenda til norðausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2016 22:15 Flugbraut 06/24, minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar, er með stefnu í norðaustur/suðvestur, milli Fáfnisness og Miklatorgs. vísir/pjetur Sjúkraflugvél, sem er að sækja tvo sjúklinga til Austurlands, hefur óskað eftir því að hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði höfð tilbúin til lendingar í kvöld, til norðausturs. Það er öfug stefna við þá sem brautin nýtist oftast við, sem er til suðvesturs í hvössum suðvestanáttum. Flugvélin, sem er frá Mýflugi, lagði upp frá Akureyrarflugvelli klukkan 21.20 í kvöld áleiðis til Egilsstaða til móts við tvo sjúkrabíla. Annar sjúkrabíllinn er á leið frá Seyðisfirði með hjartasjúkling en hinn á leið úr Neskaupstað, einnig með hjartasjúkling. Að sögn flugstjórans, Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, hafa aðstæður á Reykjavíkurflugvelli verið með þeim hætti í kvöld að hann telji að öruggast verði að lenda á braut 06, litlu neyðarbrautinni, til norðausturs. Hann segir vindhviður ná allt að 40 hnútum og vindáttin sé 90 gráður. Flugbraut 13 hafi verið í notkun en flugmenn sem lentu á henni hafi varað við ókyrrð við flugbrautarendann. Sjúkraflugvélin lenti á Egilsstöðum laust fyrir klukkan 22 í kvöld. Hægt er að fylgjast með flugi hennar til Reykjavíkur á Flightradar24. Flugnúmerið er MYA77B. Uppfært 22.40: Flugvélin fór í loftið frá Egilsstaðaflugvelli klukkan 22.32. Uppfært 23.30: Flugvélin lenti á braut 06, svokallaðri neyðarbraut, til norðausturs, klukkan 23.25, eftir aðflug yfir Bessastaðanes. Tengdar fréttir Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Sjúkraflugvél, sem er að sækja tvo sjúklinga til Austurlands, hefur óskað eftir því að hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði höfð tilbúin til lendingar í kvöld, til norðausturs. Það er öfug stefna við þá sem brautin nýtist oftast við, sem er til suðvesturs í hvössum suðvestanáttum. Flugvélin, sem er frá Mýflugi, lagði upp frá Akureyrarflugvelli klukkan 21.20 í kvöld áleiðis til Egilsstaða til móts við tvo sjúkrabíla. Annar sjúkrabíllinn er á leið frá Seyðisfirði með hjartasjúkling en hinn á leið úr Neskaupstað, einnig með hjartasjúkling. Að sögn flugstjórans, Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar, hafa aðstæður á Reykjavíkurflugvelli verið með þeim hætti í kvöld að hann telji að öruggast verði að lenda á braut 06, litlu neyðarbrautinni, til norðausturs. Hann segir vindhviður ná allt að 40 hnútum og vindáttin sé 90 gráður. Flugbraut 13 hafi verið í notkun en flugmenn sem lentu á henni hafi varað við ókyrrð við flugbrautarendann. Sjúkraflugvélin lenti á Egilsstöðum laust fyrir klukkan 22 í kvöld. Hægt er að fylgjast með flugi hennar til Reykjavíkur á Flightradar24. Flugnúmerið er MYA77B. Uppfært 22.40: Flugvélin fór í loftið frá Egilsstaðaflugvelli klukkan 22.32. Uppfært 23.30: Flugvélin lenti á braut 06, svokallaðri neyðarbraut, til norðausturs, klukkan 23.25, eftir aðflug yfir Bessastaðanes.
Tengdar fréttir Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkt í morgun nýtt deiliskipulag sem fer í auglýsingu innan tíðar. 23. desember 2015 13:57
Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00