Nálgunarbanni hafnað þar sem húsbrot eða líkamsárás þóttu ekki sönnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 22:32 Meðal þess sem aðilum bar ekki saman um var hvort maðurinn hefði skemmt hurð á heimilinu eða jólakrans sem hékk á hurðinni hefði gert það. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli ekki sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Var það gert þar sem ekki þótti unnt að staðhæfa að maðurinn lægi undir rökstuddum grun um tilraunir til líkamsárása eða húsbrot. Maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman fimm ára gamlan son sem móðirin er með fulla forsjá yfir samkvæmt dómsátt en maðurinn nýtur umgengnisréttar. Farið var fram á nálgunarbannið eftir að lögregla var kölluð að heimili konunnar og móður hennar þann 26. desember þar sem sló í brýnu milli aðila. Í dómsátt aðila var meðal annars fjallað um umgengi um jólin. Ætlaði maðurinn að sækja drenginn á annan í jólum og skyldi drengurinn dvelja hjá honum fram á nýja árið. Samkvæmt dómsáttinni átti móðirin að sjá til þess að foreldrar hennar yrðu ekki viðstaddir þegar drengurinn yrði sóttur.Maðurinn bíður dóms vegna líkamsárásar gegn barninu Í skýrslutöku hjá lögreglu bar konan því við að þegar maðurinn, ásamt fjórtán ára syni sínum úr fyrra sambandi, kom til að sækja son þeirra hafi hann hafið að hamra á húsi hennar. Hún hafi sent honum SMS-skeyti og beðið hann um að hætta þessum hamagangi en síðar farið út til að ræða við hann. Hann hafi hins vegar ekki verið viðræðuhæfur. Þegar hún ætlaði að loka hurðinni á ný hafi hann sett höndina milli stafs og hurðar og klemmst. Maðurinn hafi síðar reynt að skalla hana. Móðir konunnar hafði svipaða sögu að segja. Hún hafi orðið mjög skelkuð þegar maðurinn hafi kallað inn um bréfalúguna „pabbi er hér, kominn til að sækja þig.“ Hún bar því einnig við að útidyrahurð hússins væri stórskemmd og sennilega ónýt eftir hamaganginn í manninum. Saga mannsins er hins vegar allt önnur. Samkvæmt framburði hans hafi hann rétt út faðminn til að taka á móti syni sínum en barnsmóðir hans hafi þá hrópað „ertu að skalla mig?“ Skemmdirnar á hurðinni hafi ekki verið hans sök heldur afleiðing þess að jólakrans féll í hurðarfalsið og að móðir konunnar hafi skellt henni ítrekað. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Hæstarétti, kemur fram að þar sem frásögnunum beri ekki saman sé ekki unnt að fullyrða að maðurinn hafi hótað eða gert tilraun til að beita ofbeldi eða tilraun til húsbrots. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konan fer fram á nálgunarbann gegn manninum en það reyndi hún einnig í júlí 2014. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Í janúar í fyrra var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en málið verður tekið fyrir af dómnum í mánuðinum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að maðurinn biði dóms vegna líkamsárásar gegn syni sínum. Það er kolrangt. Hið rétta er að maðurinn bíður dóms vegna árásar gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Beðist er afsökunar á þessu. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli ekki sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Var það gert þar sem ekki þótti unnt að staðhæfa að maðurinn lægi undir rökstuddum grun um tilraunir til líkamsárása eða húsbrot. Maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman fimm ára gamlan son sem móðirin er með fulla forsjá yfir samkvæmt dómsátt en maðurinn nýtur umgengnisréttar. Farið var fram á nálgunarbannið eftir að lögregla var kölluð að heimili konunnar og móður hennar þann 26. desember þar sem sló í brýnu milli aðila. Í dómsátt aðila var meðal annars fjallað um umgengi um jólin. Ætlaði maðurinn að sækja drenginn á annan í jólum og skyldi drengurinn dvelja hjá honum fram á nýja árið. Samkvæmt dómsáttinni átti móðirin að sjá til þess að foreldrar hennar yrðu ekki viðstaddir þegar drengurinn yrði sóttur.Maðurinn bíður dóms vegna líkamsárásar gegn barninu Í skýrslutöku hjá lögreglu bar konan því við að þegar maðurinn, ásamt fjórtán ára syni sínum úr fyrra sambandi, kom til að sækja son þeirra hafi hann hafið að hamra á húsi hennar. Hún hafi sent honum SMS-skeyti og beðið hann um að hætta þessum hamagangi en síðar farið út til að ræða við hann. Hann hafi hins vegar ekki verið viðræðuhæfur. Þegar hún ætlaði að loka hurðinni á ný hafi hann sett höndina milli stafs og hurðar og klemmst. Maðurinn hafi síðar reynt að skalla hana. Móðir konunnar hafði svipaða sögu að segja. Hún hafi orðið mjög skelkuð þegar maðurinn hafi kallað inn um bréfalúguna „pabbi er hér, kominn til að sækja þig.“ Hún bar því einnig við að útidyrahurð hússins væri stórskemmd og sennilega ónýt eftir hamaganginn í manninum. Saga mannsins er hins vegar allt önnur. Samkvæmt framburði hans hafi hann rétt út faðminn til að taka á móti syni sínum en barnsmóðir hans hafi þá hrópað „ertu að skalla mig?“ Skemmdirnar á hurðinni hafi ekki verið hans sök heldur afleiðing þess að jólakrans féll í hurðarfalsið og að móðir konunnar hafi skellt henni ítrekað. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem síðar var staðfest af Hæstarétti, kemur fram að þar sem frásögnunum beri ekki saman sé ekki unnt að fullyrða að maðurinn hafi hótað eða gert tilraun til að beita ofbeldi eða tilraun til húsbrots. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konan fer fram á nálgunarbann gegn manninum en það reyndi hún einnig í júlí 2014. Þeirri kröfu var einnig hafnað. Í janúar í fyrra var maðurinn dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en málið verður tekið fyrir af dómnum í mánuðinum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að maðurinn biði dóms vegna líkamsárásar gegn syni sínum. Það er kolrangt. Hið rétta er að maðurinn bíður dóms vegna árásar gegn fyrrverandi tengdaföður sínum. Beðist er afsökunar á þessu.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira