Níu Íslendingar flæktir í fíkniefnamál sem teygir anga sína til þriggja heimsálfa Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 11:33 Innflutningurinn teygði sig frá Íslandi, til Amsterdam og Brasilíu en einnig var notast við póstsendingu frá Kína. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært níu manns vegna innflutnings á kókaíni og sterum, ýmist frá Amsterdam, Brasilíu og Kína. Ákæran er í sex liðum en sá stærsti varðar tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots sem varðar fjármögnun, skipulagningu og innflutning á að minnsta kosti fjórum kílóum af kókaíni frá Brasilíu sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi, að því er fram kemur í ákæru.Bókuðu flug til að fá gjaldeyri Talið er að ákærðu reiddu fram í það minnsta fimm milljónir króna fyrir þennan innflutning, eða það er sú upphæð sem ríkissaksóknari tilgreinir í ákærunni en á einum stað er talað um að einn hafi reitt fram ótilgreinda upphæð. Keyptar höfðu verið evrur fyrir íslenskar krónur út á flugmiða til London sem höfðu verið bókaðir á ýmsa einstaklinga.Þegar gjaldeyrisins hafði verið aflað var hann notaður til að kaupa MDMA í Amsterdam.Vísir/GettyBorguðu fyrir kókaínið með MDMA Þegar gjaldeyrisins hafði verið aflað var hann notaður til að kaupa MDMA í Amsterdam. Var MDMA-ið flutt til Brasilíu þar sem það var notað til að kaupa fjögur kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands, að því er fram kemur í ákæru, en ekkert virðist hafa orðið af innflutningnum. Fjórir af ákærðu eru viðriðnir þetta mál.Handtekinn á hótelherbergi Þetta var árið 2014 en einn þeirra sem voru viðriðnir fyrra Brasilíu-málið tengist einnig á innflutningi á hálfu kílói af kókaíni frá Brasilíu sem ætlað var til sölu á Íslandi. Sami háttur var hafður á, MDMA var keypt í Amsterdam og það flutt til Brasilíu þar sem því var notað til að kaupa kókaín sem síðar var flutt til Íslands. Á Íslandi átti burðardýrið að afhenda einum ákærðu kókaínið á hótelherbergi í Reykjavík en þar var viðkomandi handtekinn af lögreglu og fíkniefnin haldlögð.Notuðu Moneygram Í ákærunni er svo þriðja málið er varðar kókaíninnflutning, eða 146 grömmum, sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi, að því er fram kemur í ákæru. Þetta gerðist einnig árið 2014 en í ákæru kemur fram að notast var við þjónustu peningaflutningafyrirtækisins Moneygram til að flytja um 5.500 evrur, eða því sem nemur 666 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, til Amsterdam en þær voru notaðar til að kaupa efnið í Amsterdam.Á meðal þess sem var gert upptækt var testasterón.Látinn smygla upp í skuld Einn ákærðu var síðan sendur til Amsterdam til að veita fíkniefnunum móttöku og flytja þau til Íslands gegn því að skuld sem hann átti yrði felld niður. Hann flutti efnin til Íslands með flugi en hann hafði falið þau innvortis og innanklæða. Alls voru sex ákærðu viðriðnir þennan lið ákærunnar, en aðkoman varðar skipulagningu, fjármögnun og fíkniefnainnflutninginn sjálfan.Fluttu mikið magn lyfja frá Kína Þá er einn hinna ákærðu ákærður fyrir stórfellt tolla-, lyfja- og lyfjasölulagabrot með því að hafa í apríl 2014 flutt inn steralyf frá Kína sem ætluð voru til sölu hér á landi, án þess að gera tollgæslunni grein fyrir varningnum og án þess að hafa markaðs- og lyfjasöluleyfi, að því er fram kemur í ákæru. Þar segir að ákærði pantaði lyfin á veraldarvefnum og greiddi fyrir þau með því að senda að minnsta kosti 6.000 Bandaríkjadali, eða því sem nemur 673 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, í gegnum peningaflutningafyrirtæki Western Union, til seljenda lyfjanna.Handtekinn í Tollmiðlun Þessi sami einstaklingur er einnig ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir annað lyfja- og lyfjasölulagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á fjölda lyfja, þar á meðal stera, sem ætlað var til sölu hér á landi. Lyfin voru pöntuð frá Kína en rúm milljón króna var send þangað með Western Union í október 2014. Þegar reynt var að leysa út sendinguna að Tollmiðlun Íslandspósts við Stórhöfða í Reykjavík var viðkomandi sem það reyndi handtekinn. Á heimili þess sem var handtekinn fannst einnig mikið magn lyfja sem var gert upptækt í húsleit lögreglu. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært níu manns vegna innflutnings á kókaíni og sterum, ýmist frá Amsterdam, Brasilíu og Kína. Ákæran er í sex liðum en sá stærsti varðar tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots sem varðar fjármögnun, skipulagningu og innflutning á að minnsta kosti fjórum kílóum af kókaíni frá Brasilíu sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi, að því er fram kemur í ákæru.Bókuðu flug til að fá gjaldeyri Talið er að ákærðu reiddu fram í það minnsta fimm milljónir króna fyrir þennan innflutning, eða það er sú upphæð sem ríkissaksóknari tilgreinir í ákærunni en á einum stað er talað um að einn hafi reitt fram ótilgreinda upphæð. Keyptar höfðu verið evrur fyrir íslenskar krónur út á flugmiða til London sem höfðu verið bókaðir á ýmsa einstaklinga.Þegar gjaldeyrisins hafði verið aflað var hann notaður til að kaupa MDMA í Amsterdam.Vísir/GettyBorguðu fyrir kókaínið með MDMA Þegar gjaldeyrisins hafði verið aflað var hann notaður til að kaupa MDMA í Amsterdam. Var MDMA-ið flutt til Brasilíu þar sem það var notað til að kaupa fjögur kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands, að því er fram kemur í ákæru, en ekkert virðist hafa orðið af innflutningnum. Fjórir af ákærðu eru viðriðnir þetta mál.Handtekinn á hótelherbergi Þetta var árið 2014 en einn þeirra sem voru viðriðnir fyrra Brasilíu-málið tengist einnig á innflutningi á hálfu kílói af kókaíni frá Brasilíu sem ætlað var til sölu á Íslandi. Sami háttur var hafður á, MDMA var keypt í Amsterdam og það flutt til Brasilíu þar sem því var notað til að kaupa kókaín sem síðar var flutt til Íslands. Á Íslandi átti burðardýrið að afhenda einum ákærðu kókaínið á hótelherbergi í Reykjavík en þar var viðkomandi handtekinn af lögreglu og fíkniefnin haldlögð.Notuðu Moneygram Í ákærunni er svo þriðja málið er varðar kókaíninnflutning, eða 146 grömmum, sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi, að því er fram kemur í ákæru. Þetta gerðist einnig árið 2014 en í ákæru kemur fram að notast var við þjónustu peningaflutningafyrirtækisins Moneygram til að flytja um 5.500 evrur, eða því sem nemur 666 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, til Amsterdam en þær voru notaðar til að kaupa efnið í Amsterdam.Á meðal þess sem var gert upptækt var testasterón.Látinn smygla upp í skuld Einn ákærðu var síðan sendur til Amsterdam til að veita fíkniefnunum móttöku og flytja þau til Íslands gegn því að skuld sem hann átti yrði felld niður. Hann flutti efnin til Íslands með flugi en hann hafði falið þau innvortis og innanklæða. Alls voru sex ákærðu viðriðnir þennan lið ákærunnar, en aðkoman varðar skipulagningu, fjármögnun og fíkniefnainnflutninginn sjálfan.Fluttu mikið magn lyfja frá Kína Þá er einn hinna ákærðu ákærður fyrir stórfellt tolla-, lyfja- og lyfjasölulagabrot með því að hafa í apríl 2014 flutt inn steralyf frá Kína sem ætluð voru til sölu hér á landi, án þess að gera tollgæslunni grein fyrir varningnum og án þess að hafa markaðs- og lyfjasöluleyfi, að því er fram kemur í ákæru. Þar segir að ákærði pantaði lyfin á veraldarvefnum og greiddi fyrir þau með því að senda að minnsta kosti 6.000 Bandaríkjadali, eða því sem nemur 673 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, í gegnum peningaflutningafyrirtæki Western Union, til seljenda lyfjanna.Handtekinn í Tollmiðlun Þessi sami einstaklingur er einnig ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir annað lyfja- og lyfjasölulagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á fjölda lyfja, þar á meðal stera, sem ætlað var til sölu hér á landi. Lyfin voru pöntuð frá Kína en rúm milljón króna var send þangað með Western Union í október 2014. Þegar reynt var að leysa út sendinguna að Tollmiðlun Íslandspósts við Stórhöfða í Reykjavík var viðkomandi sem það reyndi handtekinn. Á heimili þess sem var handtekinn fannst einnig mikið magn lyfja sem var gert upptækt í húsleit lögreglu.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira