Þýddi leikrit eftir Pinter og setur upp afmælissýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2016 11:45 "Það verður gaman að hittast og gleðjast saman,“ segir Valgeir sem heldur afmælisfagnað í Iðnó á morgun. Vísir/Vilhelm „Mér finnst algert rugl að ég sé að verða sextugur,“ segir Valgeir Skagfjörð leikari sem samkvæmt kirkjubókum á sextugsafmæli á morgun. „Mér líður ekki þannig og þegar ég lít í spegil finnst mér ég heldur ekki líta þannig út. En það sýnir vonandi bara að mér finnist gaman að lifa.“ Valgeir er fjöllistamaður og kveðst vera að gera allan fjandann. „Ég er alltaf að starfa í mínum fögum, er að búa til músík, kenna og skrifa leikrit og handrit. Svo tók ég mig til og ákvað að halda upp á afmælið mitt með þeim hætti að bjóða afmælisgestunum í leikús svo ég æfði upp leikrit og úthlutaði sjálfum mér aðalhlutverkinu! Ætla bara að leika fyrir mannskapinn niðri í Iðnó.“ Bara þessi eina sýning er fyrirhuguð að sögn Valgeirs sem er búinn að leggja talsverða vinnu í hana. „Í stað þess að gefa mér afmælisgjöf leggja gestirnir bara í púkk upp í kostnaðinn,“ segir hann glaðlega. Skyldi hann hafa samið leikritið sjálfur? „Nei, það er eftir Harold Pinter en ég gerði nýja þýðingu á því á íslensku til að gera það að mínu. Ég kalla það Einn að lokum sem getur bæði þýtt einn drykk að lokum og einnig eru fleiri merkingar.“ Hann er ekki einn á sviðinu. „Ég fæ lánaða tvo pilta úr leiklistardeild Listaháskólans. Þeir eru skólafélagar yngstu dóttur minnar sem hóf nám þar síðasta haust,“ segir Valgeir sem á fjórar dætur, þær verða allar hjá honum á afmælinu. „Ein þeirra kemur frá New York, hún er búin með leiklistarnám. Svo er dóttursonur minn í slíku námi í Kaupmannahöfn, svo hún er lífseig baktería þessi leiklist,“ segir hann. Sýningin er stutt, kannski 30-40 mínútur að sögn Valgeirs. „Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við.“ Valgeir kveðst hafa byrjað að læra á píanó sjö ára. „Tónlistin er í blóðinu og kemur úr báðum áttum,“ útskýrir hann. Leiklistina nam hann í Leiklistarskóla Íslands á sínum tíma og auk þess er hann menntaður framhaldsskólakennari og markþjálfi. Hann hlakkar til morgundagsins. „Það verður gaman að hittast og gleðjast með afkomendum, vinum og ættingjum. Suma þeirra sem ég er blóðskyldur hef ég ekki séð í mörg ár og mun sjaldnar en marga af vinum mínum, en svo stendur einhvers staðar að blóð sé þykkara en vatn.“ Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira
„Mér finnst algert rugl að ég sé að verða sextugur,“ segir Valgeir Skagfjörð leikari sem samkvæmt kirkjubókum á sextugsafmæli á morgun. „Mér líður ekki þannig og þegar ég lít í spegil finnst mér ég heldur ekki líta þannig út. En það sýnir vonandi bara að mér finnist gaman að lifa.“ Valgeir er fjöllistamaður og kveðst vera að gera allan fjandann. „Ég er alltaf að starfa í mínum fögum, er að búa til músík, kenna og skrifa leikrit og handrit. Svo tók ég mig til og ákvað að halda upp á afmælið mitt með þeim hætti að bjóða afmælisgestunum í leikús svo ég æfði upp leikrit og úthlutaði sjálfum mér aðalhlutverkinu! Ætla bara að leika fyrir mannskapinn niðri í Iðnó.“ Bara þessi eina sýning er fyrirhuguð að sögn Valgeirs sem er búinn að leggja talsverða vinnu í hana. „Í stað þess að gefa mér afmælisgjöf leggja gestirnir bara í púkk upp í kostnaðinn,“ segir hann glaðlega. Skyldi hann hafa samið leikritið sjálfur? „Nei, það er eftir Harold Pinter en ég gerði nýja þýðingu á því á íslensku til að gera það að mínu. Ég kalla það Einn að lokum sem getur bæði þýtt einn drykk að lokum og einnig eru fleiri merkingar.“ Hann er ekki einn á sviðinu. „Ég fæ lánaða tvo pilta úr leiklistardeild Listaháskólans. Þeir eru skólafélagar yngstu dóttur minnar sem hóf nám þar síðasta haust,“ segir Valgeir sem á fjórar dætur, þær verða allar hjá honum á afmælinu. „Ein þeirra kemur frá New York, hún er búin með leiklistarnám. Svo er dóttursonur minn í slíku námi í Kaupmannahöfn, svo hún er lífseig baktería þessi leiklist,“ segir hann. Sýningin er stutt, kannski 30-40 mínútur að sögn Valgeirs. „Ég er ekkert að kvelja fólk of lengi. Það verður að komast í tertuna og aðrar veitingar. Svo verður líka alls konar upptroðelsi, býst ég við.“ Valgeir kveðst hafa byrjað að læra á píanó sjö ára. „Tónlistin er í blóðinu og kemur úr báðum áttum,“ útskýrir hann. Leiklistina nam hann í Leiklistarskóla Íslands á sínum tíma og auk þess er hann menntaður framhaldsskólakennari og markþjálfi. Hann hlakkar til morgundagsins. „Það verður gaman að hittast og gleðjast með afkomendum, vinum og ættingjum. Suma þeirra sem ég er blóðskyldur hef ég ekki séð í mörg ár og mun sjaldnar en marga af vinum mínum, en svo stendur einhvers staðar að blóð sé þykkara en vatn.“
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira