Innlent

Misskilningur sögð skýringin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Framkvæmdir við Bakka
Framkvæmdir við Bakka Mynd/Framsýn
„Það er sama orðið sem kemur yfirleitt fram í samskiptum við þessa erlendu undirverktaka, það er misskilningur,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, sem deilir nú við tvo erlenda undirverktaka á vinnusvæðinu við Bakka.

Morgunblaðið greindi frá því á mánudag að starfsfólk á Bakka hefði fengið greidd of lág laun.

„Þetta er brotavilji hjá ákveðnum aðilum, það er ljóst,“ segir Aðalsteinn.

Launin hafa hafa ekki verið leiðrétt en Aðalsteinn segir Framsýn eiga í viðræðum við verktakana sem hvorki neiti né játi sök.

„Við erum ekkert allt of ánægðir en það er ekki búið að skella hurðum,“ segir Aðalsteinn Baldursson. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×