Lögreglan um afgirtan Austurvöll: Göngum ekki lengra en yfirvöld fara fram á Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 18:42 Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri segist hafa setið fundi með forsætisráðuneytinu, borginni og Alþingi þar sem rætt var hvernig takmarka mætti hávaðamengun á Austurvelli á 17. júní. Vísir/Björg Eva Erlendsdóttir „Það er náttúrlega lögreglan sem setur upp þess afmörkun en við erum með þessa afmörkun í góðu samstarfi og samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessum hátíðarhöldum og tölum ábendingum og áhyggjum þeirra,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um svæðið sem girt var af vegna hátíðardagskrá á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga síðastliðinn föstudag. Svæðið var stækkað til muna miðað við fyrri ár og vakti undran viðstaddra sem áttu erfitt með að sjá og heyra það sem þar fór fram. Ákvörðunin hefur verið umdeild og undraðist formaður þjóðhátíðarnefndar, Þórgnýr Thoroddsen, á þessari ákvörðun. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sagði fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í ár.Engar sérstakar ráðstafanir voru fyrirhugaðar á fimmtudagMorgunblaðið birti frétt á þjóðhátíðardaginn sjálfan þar sem því var haldið fram að umræður um að takmarka aðgengi almennings að hátíðarhöldunum hefðu átt sér stað bæði í þjóðhátíðarnefnd og innan forsætisráðuneytisins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra að hann telji girðingar af hinu illa og að yfirvöld ættu að treysta fólki. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin væri ekki í höndum forsætisráðuneytisins heldur þjóðhátíðarnefndar og lögreglu. Jón H.B. sagði við Morgunblaðið að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafanna en sagði þó að hann hefði setið undirbúningsfund með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, borgaryfirvöldum og Alþingi vegna hátíðahaldanna þar sem rætt var sérstaklega hvernig mætti takmarka hávaðamengun með hliðsjón af þeim mótmælum sem voru við hátíðahöldin í fyrra.Allt gert í góðri samvinnu við yfirvöld Jón H.B. segir í samtali við Vísi að þessi takmörkun á Austurvelli í ár hafi verið ákveðna og framkvæmda í góðri samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessari hátíðardagskrá. „Og tekið tillit til þeirra sjónarmiða og tekið mið af þeim áhyggjum sem þau eru með,“ segir Jón H.B. En eftir stendur að forsætisráðuneytið, borgin og Alþingi segjast ekki hafa farið fram á frekari takmarkanir á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra. Aðspurður segist Jón H.B. eiga erfitt með að trúa að þessir aðilar séu með þessum yfirlýsingum að hlaupast undan þessari ákvörðun. „Þau voru með okkur á fundum þar sem þetta var ákveðið. Það eru við sem ákveðum þetta en við göngum ekki lengra en þeir vilja allavega, jafnvel styttra,“ segir Jón H.B. Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Það er náttúrlega lögreglan sem setur upp þess afmörkun en við erum með þessa afmörkun í góðu samstarfi og samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessum hátíðarhöldum og tölum ábendingum og áhyggjum þeirra,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um svæðið sem girt var af vegna hátíðardagskrá á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga síðastliðinn föstudag. Svæðið var stækkað til muna miðað við fyrri ár og vakti undran viðstaddra sem áttu erfitt með að sjá og heyra það sem þar fór fram. Ákvörðunin hefur verið umdeild og undraðist formaður þjóðhátíðarnefndar, Þórgnýr Thoroddsen, á þessari ákvörðun. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sagði fullt tilefni fyrir Reykjavíkurborg að endurskoða samkomulag við forsætisráðuneytið og Alþingi um hátíðarhöld á Austurvelli þar sem almenningi hefði verið haldið frá hátíðarhöldunum í ár.Engar sérstakar ráðstafanir voru fyrirhugaðar á fimmtudagMorgunblaðið birti frétt á þjóðhátíðardaginn sjálfan þar sem því var haldið fram að umræður um að takmarka aðgengi almennings að hátíðarhöldunum hefðu átt sér stað bæði í þjóðhátíðarnefnd og innan forsætisráðuneytisins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra að hann telji girðingar af hinu illa og að yfirvöld ættu að treysta fólki. Hann lagði áherslu á að ákvörðunin væri ekki í höndum forsætisráðuneytisins heldur þjóðhátíðarnefndar og lögreglu. Jón H.B. sagði við Morgunblaðið að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafanna en sagði þó að hann hefði setið undirbúningsfund með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, borgaryfirvöldum og Alþingi vegna hátíðahaldanna þar sem rætt var sérstaklega hvernig mætti takmarka hávaðamengun með hliðsjón af þeim mótmælum sem voru við hátíðahöldin í fyrra.Allt gert í góðri samvinnu við yfirvöld Jón H.B. segir í samtali við Vísi að þessi takmörkun á Austurvelli í ár hafi verið ákveðna og framkvæmda í góðri samvinnu við þau yfirvöld sem standa að þessari hátíðardagskrá. „Og tekið tillit til þeirra sjónarmiða og tekið mið af þeim áhyggjum sem þau eru með,“ segir Jón H.B. En eftir stendur að forsætisráðuneytið, borgin og Alþingi segjast ekki hafa farið fram á frekari takmarkanir á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra. Aðspurður segist Jón H.B. eiga erfitt með að trúa að þessir aðilar séu með þessum yfirlýsingum að hlaupast undan þessari ákvörðun. „Þau voru með okkur á fundum þar sem þetta var ákveðið. Það eru við sem ákveðum þetta en við göngum ekki lengra en þeir vilja allavega, jafnvel styttra,“ segir Jón H.B.
Tengdar fréttir Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47 Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19 Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Formaður þjóðhátíðarnefndar undrast mikla öryggisgæslu „Mér finnst þetta komið út í óþarflega mikla „paranoju“ ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Þórgnýr Thoroddsen. 18. júní 2016 14:47
Stækkuðu svæðið sem girt er af á Austurvelli vegna mótmælanna í fyrra Gert að beiðni forsætisráðuneytisins til að tryggja öryggi með hátíðardagskráin fór fram. 17. júní 2016 16:19
Forseta borgarstjórnar hugnast illa aðgreining milli valdhafa og almennings á 17. júní Í samkomulagi Reykjavíkurborgar við forsætisráðuneytið og Alþingi er að finna uppsagnarákvæði sem öllum samningsaðilum er heimilt að grípa til. 18. júní 2016 19:00