Brjóst Heiðrúnar sprakk: „Titraði og froðufelldi af sársauka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2016 19:00 „Þegar ég tók upp toppinn sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð yfir mig alla.“ Svo lýsir Heiðrún Teitsdóttir, 26 ára gömul móðir, augnablikinu þegar brjóst hennar sprakk vegna stíflu í brjóstinu. Hafði hún glímt við stíflur við brjóstagjöf og leitað hjálp lækna án árangurs. Heiðrún ræddi við Margréti Erlu Maack í Íslandi í dag en fyrst var fjallað um málið á hún.isHorfa má á innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. Varað er við myndinni hér fyrir neðan sem og myndum í innslaginu.Heiðrún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir að hún byrjaði að gefa syni sýnum brjóst áttaði hún sig á því að ekki væri allt með felldu, illa gekk að gefa brjóst og kom í ljós að brjóstið var stíflað. Var hún send á Landspítalann þar sem hún fór í brjóstadælu. „Ljósmæðurnar sögðu að þetta geti komið fyrir og að það væri mjög algengt að fá stíflu nokkrum dögum eftir fæðingu,“ segir Heiðrún. „Þetta varir yfirleitt bara í 12-48 klukkutíma og síðan lagast það bara af sjálfu sér. Maður heldur áfram að nudda mjólkina úr og láta barnið sjúga og þá á þetta bara að koma.“Langaði ekkert meira en að hafa barnið sitt á brjósti Heiðrún hélt heim á leið með leiðbeiningar um hvað hún gæti gert kæmi þetta fyrir aftur. Nokkrum dögum seinna stíflaðist Heiðrún aftur en henni tókst að losa um stífluna sjálf. „Maður setur kalda bakstra eftir gjafir á brjósti til þess að draga úr bólgum. Maður fer í heita sturtu og handmjólkar sig og síðan er maður bara duglegur að leggja barnið á brjóstið. Þá kom þetta og ég losaði mig við stífluna,“ segir Heiðrún. Heiðrún var þó ekki laus við stíflurnar því að sú stóra átti eftir að koma. Brjóstið bólgnaði upp og Heiðrún fann fyrir miklum verkjum vegna þess. Leitaði hún til læknis sem gaf henni verkjalyf og hitastillandi. „Eftir átta daga með þessa stíflu fer ég til heimislæknis og hann gefur mér sýklalyf, verkjalyf og hitastillandi. Með þessu fylgir hiti, skjálfti og beinverkir. Maður er bara veikur. Mig langaði ekkert meira en að hafa barnið mitt á brjósti og mér fannst þetta rosalega leiðinlegt. Ég var grenjandi heima alla daga, þetta var svo erfitt,“ segir Heiðrún.Titraði og froðufelldi af sársauka Bað Heiðrún lækninn um að gefa sér töflu sem stoppar brjóstamjólkina en hann vildi bíða og sjá hvaða áhrif verkjalyf, sýklalyf og hitastillandi lyf myndu hafa á stífluna. Daginn eftir lækkaði hitinn en henni leið að öðru leyti jafn illa og áður. Sagði læknirinn henni þó að vegna þess að hitinn hafði lækkað hefði hann ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta var erfitt að heyra fyrir Heiðrúni sem var enn með mikla verki. Eftir að hafa hringt hágrenjandi í foreldra sína var tekin ákvörðum um að leita á Læknavaktina í Kópavogi. Það var þar sem brjóstið sprakk. „Læknirinn þar vildi sjá brjóstið. Þegar ég tók toppinn minn upp sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð alveg yfir mig alla. Í kjölfarið á því fann ég rosa mikinn sársauka. Ég titraði og froðufelldi. Mamma sá þetta líka allt við hliðina á mér og hún var alveg í öngum sínum,“ segir Heiðrún. Var hún send á milli spítala þangað til hún kom á Landspítalann við Hringbraut. Þar fór ég í aðgerð og sá að var möguleiki á að hitt gatið myndi springa. Allur gröfturinn var tekinn innan úr en ég fór í aðgerðina of seint. Þetta hefði átt að gerast nokkrum dögum fyrr. Húðin gaf sig og það myndaðist gat.“Hér má sjá gatið sem myndaðist þegar brjóstið sprakk.Gagnrýnin á lækna - „Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa“ Í dag eru sárin gróin en passað var upp á það að þau myndu líta sem eðlilegast út. Ekki var hægt að sauma fyrir sárin. Þeim var haldið opnum og að lokum greri þau af sjálfu sér en þurftu læknar að troða geli og grisjum inn í brjóstið á hverjum degi til að tryggja að lögun þeirra yrði sem eðlilegust. Heiðrún er ekki sátt við þá lækna sem hún leitaði til í fyrstu segir þá hafa ekki hafa hlustað á sig nógu vel. „Ég fór til læknis mörgum sinnum og það var ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. Alltaf litið á mig eins og þetta væri væl í mér. Ég átti að láta barnið halda áfram að sjúga og það var ekkert hlustað á mig. Ég er alveg á því að maður reyni sitt besta að hafa barn á brjósti en maður skal ekki fara út í neinar öfgar. Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þegar ég tók upp toppinn sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð yfir mig alla.“ Svo lýsir Heiðrún Teitsdóttir, 26 ára gömul móðir, augnablikinu þegar brjóst hennar sprakk vegna stíflu í brjóstinu. Hafði hún glímt við stíflur við brjóstagjöf og leitað hjálp lækna án árangurs. Heiðrún ræddi við Margréti Erlu Maack í Íslandi í dag en fyrst var fjallað um málið á hún.isHorfa má á innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. Varað er við myndinni hér fyrir neðan sem og myndum í innslaginu.Heiðrún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir að hún byrjaði að gefa syni sýnum brjóst áttaði hún sig á því að ekki væri allt með felldu, illa gekk að gefa brjóst og kom í ljós að brjóstið var stíflað. Var hún send á Landspítalann þar sem hún fór í brjóstadælu. „Ljósmæðurnar sögðu að þetta geti komið fyrir og að það væri mjög algengt að fá stíflu nokkrum dögum eftir fæðingu,“ segir Heiðrún. „Þetta varir yfirleitt bara í 12-48 klukkutíma og síðan lagast það bara af sjálfu sér. Maður heldur áfram að nudda mjólkina úr og láta barnið sjúga og þá á þetta bara að koma.“Langaði ekkert meira en að hafa barnið sitt á brjósti Heiðrún hélt heim á leið með leiðbeiningar um hvað hún gæti gert kæmi þetta fyrir aftur. Nokkrum dögum seinna stíflaðist Heiðrún aftur en henni tókst að losa um stífluna sjálf. „Maður setur kalda bakstra eftir gjafir á brjósti til þess að draga úr bólgum. Maður fer í heita sturtu og handmjólkar sig og síðan er maður bara duglegur að leggja barnið á brjóstið. Þá kom þetta og ég losaði mig við stífluna,“ segir Heiðrún. Heiðrún var þó ekki laus við stíflurnar því að sú stóra átti eftir að koma. Brjóstið bólgnaði upp og Heiðrún fann fyrir miklum verkjum vegna þess. Leitaði hún til læknis sem gaf henni verkjalyf og hitastillandi. „Eftir átta daga með þessa stíflu fer ég til heimislæknis og hann gefur mér sýklalyf, verkjalyf og hitastillandi. Með þessu fylgir hiti, skjálfti og beinverkir. Maður er bara veikur. Mig langaði ekkert meira en að hafa barnið mitt á brjósti og mér fannst þetta rosalega leiðinlegt. Ég var grenjandi heima alla daga, þetta var svo erfitt,“ segir Heiðrún.Titraði og froðufelldi af sársauka Bað Heiðrún lækninn um að gefa sér töflu sem stoppar brjóstamjólkina en hann vildi bíða og sjá hvaða áhrif verkjalyf, sýklalyf og hitastillandi lyf myndu hafa á stífluna. Daginn eftir lækkaði hitinn en henni leið að öðru leyti jafn illa og áður. Sagði læknirinn henni þó að vegna þess að hitinn hafði lækkað hefði hann ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta var erfitt að heyra fyrir Heiðrúni sem var enn með mikla verki. Eftir að hafa hringt hágrenjandi í foreldra sína var tekin ákvörðum um að leita á Læknavaktina í Kópavogi. Það var þar sem brjóstið sprakk. „Læknirinn þar vildi sjá brjóstið. Þegar ég tók toppinn minn upp sprakk brjóstið. Út sprakk mjólk, gröftur og blóð alveg yfir mig alla. Í kjölfarið á því fann ég rosa mikinn sársauka. Ég titraði og froðufelldi. Mamma sá þetta líka allt við hliðina á mér og hún var alveg í öngum sínum,“ segir Heiðrún. Var hún send á milli spítala þangað til hún kom á Landspítalann við Hringbraut. Þar fór ég í aðgerð og sá að var möguleiki á að hitt gatið myndi springa. Allur gröfturinn var tekinn innan úr en ég fór í aðgerðina of seint. Þetta hefði átt að gerast nokkrum dögum fyrr. Húðin gaf sig og það myndaðist gat.“Hér má sjá gatið sem myndaðist þegar brjóstið sprakk.Gagnrýnin á lækna - „Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa“ Í dag eru sárin gróin en passað var upp á það að þau myndu líta sem eðlilegast út. Ekki var hægt að sauma fyrir sárin. Þeim var haldið opnum og að lokum greri þau af sjálfu sér en þurftu læknar að troða geli og grisjum inn í brjóstið á hverjum degi til að tryggja að lögun þeirra yrði sem eðlilegust. Heiðrún er ekki sátt við þá lækna sem hún leitaði til í fyrstu segir þá hafa ekki hafa hlustað á sig nógu vel. „Ég fór til læknis mörgum sinnum og það var ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. Alltaf litið á mig eins og þetta væri væl í mér. Ég átti að láta barnið halda áfram að sjúga og það var ekkert hlustað á mig. Ég er alveg á því að maður reyni sitt besta að hafa barn á brjósti en maður skal ekki fara út í neinar öfgar. Brjóstið á náttúrulega ekkert að springa.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira