Sjá einnig: Conor segist vera hættur
McGregor kom til Íslands í byrjun vikunnar til að æfa með Gunnari Nelson, sem er að æfa fyrir UFC-bardaga í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí.
Á myndbandinu hér fyrir neðan, sem birtist á Facebook-síðu Mjölnis, eru þeir félagar Gunnar og Conor að taka á því. Gera má ráð fyrir því að Írinn verði áfram hér á landi við æfingar næstu dagana að minnsta kosti en framtíð hans í UFC er í mikilli óvissu.