Þeir sem staddir eru í Reykjavík sjá þetta ský greinilega ef þeir horfa í átt til Mosfellsbæjar en þeir sem eru í Mosfellsbæ sjá skýið ekki svo greinilega hjá sér, heldur þurfa þeir að horfa í átt til Reykjavíkur til að sjá það.

Hann segir skýið liggja frá Reykjavík og til Mosfellsbæjar vegna vindáttarinnar en þessar aðstæður skapast í mjög hægum vindi. Nú er til að mynda suðvestan átt og vindur undir tveimur metrum á sekúndu.
Þorsteinn segir mengunargildin ekki há í dag en þetta ástand sé ekki skaðlegt heilsunni ef það varir svona í einn dag. Þeir sem eru með öndunarfærasjúkdóma gætu hins vegar fundið fyrir þessu. Hann segir loftmengunina yfir höfuðborgarsvæðinu í dag ekki í líkingu við þá sem er að finna á stærri svæðum úti í heimi þar sem er mikil bílaumferð.