Fjórtán ára dreng var smyglað til Íslands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 18:45 Yfirvöld á Íslandi þurfa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart mansalsmálum þar sem börn koma við sögu. Þetta segir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en fordæmalaus fjöldi flóttabarna er nú á vergangi í Evrópu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í nóvember á síðasta ári erlendan karlmann, Skender Berisha, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa komið fjórtán ára dreng hingað til lands frá Kosóvó með ólögmætum hætti. Á meðan ferðalaginu stóð útvegaði maðurinn fölsuð skilríki fyrir bæði sig og drenginn sem þeir framvísuðu hér á landi. „Maðurinn hafði haldið því fram að hann væri faðir barnsins en það kom síðar í ljós að hann var það ekki. Það hafði verið ljóst að hann hefði flutt hann hingað til lands með ólögmætum hætti, á fölsuðum skilríkjum og undir röngu nafni,“ segir Vilhjálmur. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að barnið hafði verið tilkynnt týnt á vefsíðu Interpol. Lögregla og barnaverndaryfirvöld hér á landi höfðu í kjölfarið uppi á foreldrum drengsins og var honum á endanum fylgt aftur heim til þeirra. „Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir ólöglega fólksflutninga og smygl á fólki fyrir að hafa flutt barnið hingað til lands, og fyrir skjalafals. Þetta er eitt dæmi um þær aðstæður sem upp geta komið. Það geta verið fullorðnir aðilar með börn í för sem þeir eiga ekki og hafa enga heimild til að hafa á sínu forræði,“ segir Vilhjálmur. Með auknum fólksflutningum um heim allan hefur alþjóðleg glæpastarfsemi aukist. Eftirspurn eftir ódýru vinnuafli ýtir undir mansal og eftirspurn eftir vændi ýtir undir kynferðislega misnotkun sem styður við skipulagða sölu á fólki. „Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og fréttir undanfarna daga hafa sýnt að það er talið að það séu að minnsta kosti tíu þúsund vegalaus börn á ferð án foreldra, ættingja eða forráðamanna. Þessi börn eru í sérstaklega mikilli hættu á að lenda í höndum glæpasamtaka, “ segir Vilhjálmur. Hann segir að íslensk yfirvöld þurfi að vera sérstaklega á varðbergi fyrir slíkum málum. Þau geti komið upp hér á landi eins og annarstaðar í Evrópu. „Þetta gerist reglulega, að vegalaus börn komi í hendur yfirvalda. Ég held að íslensk yfirvöld ættu að undirbúa sig og vera tilbúin því það gæti komið hérna aukinn fjöldi af vegalausum börnum til landsins. Ef það gerist er ljóst að þau úrræði sem nú standa til boða yrðu fljót að tæmast.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Yfirvöld á Íslandi þurfa að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart mansalsmálum þar sem börn koma við sögu. Þetta segir Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en fordæmalaus fjöldi flóttabarna er nú á vergangi í Evrópu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í nóvember á síðasta ári erlendan karlmann, Skender Berisha, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa komið fjórtán ára dreng hingað til lands frá Kosóvó með ólögmætum hætti. Á meðan ferðalaginu stóð útvegaði maðurinn fölsuð skilríki fyrir bæði sig og drenginn sem þeir framvísuðu hér á landi. „Maðurinn hafði haldið því fram að hann væri faðir barnsins en það kom síðar í ljós að hann var það ekki. Það hafði verið ljóst að hann hefði flutt hann hingað til lands með ólögmætum hætti, á fölsuðum skilríkjum og undir röngu nafni,“ segir Vilhjálmur. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að barnið hafði verið tilkynnt týnt á vefsíðu Interpol. Lögregla og barnaverndaryfirvöld hér á landi höfðu í kjölfarið uppi á foreldrum drengsins og var honum á endanum fylgt aftur heim til þeirra. „Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir ólöglega fólksflutninga og smygl á fólki fyrir að hafa flutt barnið hingað til lands, og fyrir skjalafals. Þetta er eitt dæmi um þær aðstæður sem upp geta komið. Það geta verið fullorðnir aðilar með börn í för sem þeir eiga ekki og hafa enga heimild til að hafa á sínu forræði,“ segir Vilhjálmur. Með auknum fólksflutningum um heim allan hefur alþjóðleg glæpastarfsemi aukist. Eftirspurn eftir ódýru vinnuafli ýtir undir mansal og eftirspurn eftir vændi ýtir undir kynferðislega misnotkun sem styður við skipulagða sölu á fólki. „Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og fréttir undanfarna daga hafa sýnt að það er talið að það séu að minnsta kosti tíu þúsund vegalaus börn á ferð án foreldra, ættingja eða forráðamanna. Þessi börn eru í sérstaklega mikilli hættu á að lenda í höndum glæpasamtaka, “ segir Vilhjálmur. Hann segir að íslensk yfirvöld þurfi að vera sérstaklega á varðbergi fyrir slíkum málum. Þau geti komið upp hér á landi eins og annarstaðar í Evrópu. „Þetta gerist reglulega, að vegalaus börn komi í hendur yfirvalda. Ég held að íslensk yfirvöld ættu að undirbúa sig og vera tilbúin því það gæti komið hérna aukinn fjöldi af vegalausum börnum til landsins. Ef það gerist er ljóst að þau úrræði sem nú standa til boða yrðu fljót að tæmast.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira