Innlent

Hámarksrefsing er 6 ára fangelsi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Parhúsið þar sem eldsvoðinn varð.
Parhúsið þar sem eldsvoðinn varð. Vísir/Eyþór
Kona sem játað hefur að hafa kveikt í bók í íbúð í Kópavogi þar sem eldsvoði varð á sunnudagskvöld gæti átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér.

Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að halda konunni í gæsluvarðhaldi og ógilti í fyrradag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.

Fram kemur í umfjöllun dómsins að stofa íbúðarinnar hafi verið alelda þegar lögreglu bar að. Þá hafi enginn verið í íbúðinni. Konan hafi verið handtekin er hún sneri aftur á staðinn.

Hæstiréttur segir að brotið geti varðað 164. grein hegningarlaga um almannahættu sem einhver valdi með eldsvoða. Þar er gert ráð fyrir að lágmarki sex mánaða fangelsisrefsingu en tveggja til sex ára fangelsi „hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×