Innlent

Hvít jörð í Grímsnesi

Birgir Olgeirsson skrifar
Helga Gústavsdóttir á miðengi tók meðfylgjandi myndir.
Helga Gústavsdóttir á miðengi tók meðfylgjandi myndir. Vísir/Helga Gústavsdóttir
Hvít jörð er nú á Miðengi í Grímsnesi en þar gerði haglél á þriðja tímanum í dag og fylgdu því þrumur. Helga Gústavsdóttir er ábúandi á Miðengi, skammt frá kerinu, en hún tók meðfylgjandi myndir af hvítri jörð.

Veðurstofa Íslands hefur í spám sínum fyrir vikuna minnt á að afar óstöðugt loft sé yfir landinu. Skúrir og haglél geta fylgt slíku ástandi og þá að sjálfsögðu þrumur og eldingar.

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir kröftuga skúrir og klakka hafa vera sunnanlands. Þrumur og eldingar hafa mælst með þessu óstöðuga lofti. Birta segir mælitæki Veðurstofunnar hafa numið tvær eldingar en telur miklar líkur á að þær hafi verið mun fleiri.

„Þetta nær hámarki nú síðdegis og svo fer að draga úr þessu. Það má ekki búast við sama kraftinum á morgun,“ segir Birta. 

Almannavarnir sendu frá sér í dag þessa ábendingu vegna þrumuveðra:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×