Innlent

Freyja Haralds: Spyr hvernig ófötluð leikkona geti haldið því fram að hún misskilji eigin reynslu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Freyju blöskrar orð Eddu Björgvins sem sagði gagnrýni hennar á Sólheimum byggð á misskilningi og fáfræði.
Freyju blöskrar orð Eddu Björgvins sem sagði gagnrýni hennar á Sólheimum byggð á misskilningi og fáfræði. Vísir
Óhætt er að fullyrða að gagnrýni þeirra Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur sjónvarpskonu og Freyju Haraldsdóttur verkefnastýru samtaka fatlaðra kvenna á heimsókn forsetans til Sólheima hafi vakið upp hörð viðbrögð. Þær voru ósáttar við val forsetans fyrir fyrstu opinberu heimsókn hans af þeirri einu ástæðu að Sólheimar sé stofnun.

Steinunn gagnrýndi fyrst heimsóknina á Facebook síðu sinni og sagði Sólheima vera stað þar sem fatlaðir væri „geymdir“. Freyja tók síðan upp hanskann fyrir hana en hún er mótfallinn því að fatlaðir séu vistaðir á stofnunum. Í viðtali við Vísi sagði hún ástæður þess vera að margir fatlaðir endi á stofnunum án þess að hafa neitt um það að segja og að rannsóknir sýni fram á að stofnanaumhverfi skapi kjöraðstæður fyrir ofbeldi í garð fatlaðra.

Edda Björgvinsdóttir segir einnig í færstlu sinni gesti frekar koma til þess að skoða grænmetið en fatlaða fólkið.Vísir
Rúmlega 100 manns tjáðu sig um málið í ummælakerfi Vísis og fóru margir ófögrum orðum um konurnar tvær sem báðar eru fatlaðar. Einnig tók leikkonan Edda Björgvinsdóttir upp hanskann fyrir Sólheima og sagði gagnrýni Steinunnar og Freyju byggða á misskilningi og fáfræði. Edda er fulltrúi í fulltrúaráði Sólheima og segir starfið þar bjóða upp á fjölbreytta og skapandi vinnu.

Spyr hvort þær séu að misskilja eigin reynslu?

Freyja brást við færslu leikkonunnar í dag og sagði Eddu aldrei hafa reynt fötlunar misrétti af eigin skinni.

„[Edda] þarf ekki á hverjum einasta degi að búa við þann yfirvofandi ótta að verða fyrir fordómum, stimplun og öðru ofbeldi. Samt lætur hún það hvarfla að sér að segja okkur Steinunni vera misskilja okkar eigin reynslu og okkar eigin sögu."

Hún líkir þessu við það að segja að konur misskilji kynjamisrétti eða að svart fólk misskilji rasisma.

Undir áhrifum frá Maggie Kuhn

Áður hafði hún tjáð sig um þau fjölda neikvæðu ummæla sem fólk hafði skrifað í færslum á netinu eftir að viðtalið við hana birtist á Vísi. Þar sagði hún orð aktívistans Maggie Kuhn hafa mikil áhrif á sig en hún sagði; „Segðu hug þinn, þó að röddin skjálfi“.

„Það er ljóst að fyrirmyndir eru mikilvægar til þess að hafa kraft til þess að sinnu þessu hlutverki sem fötlunar baráttan er. Ekki síður fólk sem sýnir (opinbera) samstöðu, einkum baráttusystur og fólk í nær- og fjærumhverfinu, og minnir þannig á að ástin og kærleikurinn er alltaf sterkari en andúðin og hatrið. Að lokum er það líka hvíldin. Hana er ég að reyna að tileinka mér, með misgóðum árangri, því hún er lífsnauðsynleg í þeim ólgusjó sem mannréttindabarátta er. Svo höldum við áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×