Fleiri marglyttur í Nauthólsvík en áður - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2016 19:13 Risamarglyttur hafa hreiðrað um sig í Nauthólsvík og haft töluverð áhrif á sundfólk. Hér að ofan má sjá syndandi marglyttur í sjónum við Nauthólsvík í dag. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, hélt í Nauthólsvík í fréttatíma kvöldsins en marglyttur hafa fundist víðsvegar í víkinni í sumar. „Þetta er meira en verið hefur áður. Fólk er að finna fyrir því,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, starfsmaður ylstrandarinnar, í fréttatímanum. „Þetta er misjafnt eftir dögum.“ Dögg segir að þannig geti það verið stundum þannig að suma daga brenni sig margir og aðra daga brenni sig enginn á marglyttunum. „Það var eitt tilfelli sem var slæmt.“ Þurfti þá að hringja á sjúkrabíl.Marglytta í sjónum við Nauthólsvík í dag.Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur, segir tvær tegundir algengastar, annars vegar bláglytta og hins vegar brennihvelja. „Bláglyttan þekkist af því að hún er svona ljósblá eða hvít með fjórum hringjum. Frekar smáar eða svona á stærð við hamborgara,“ útskýrði Guðjón. Hann segir þessa tegund af marglyttum alveg skaðlausa. „Þessi tegund hefur verið algeng í Nauthólsvík áður.“ Hin tegundin, brennihvelja, er hættulegri en hún getur skaðað mannfólk. „Hún hefur ekki fundist í miklu magni í Nauthólsvík. Sú er stærri, svona á stærð við góða pítsu.“ Þá getur brennihveljan orðið allt að 37 metra löng en það er hálf Hallgrímskirkja og stærri en steypireyður. Það er líka réttast að taka það fram, fyrst við erum að fjalla um marglyttur, að það er algeng mýta að það slái á sársaukann eftir marglyttustungu að pissa á svæðið sem er aumt. Þetta virkar ekki - þvag hefur ekki efnin sem þarf til þess að slá á sársaukann. Það er betra að hella á svæðið saltvatni eða ediki. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Risamarglyttur hafa hreiðrað um sig í Nauthólsvík og haft töluverð áhrif á sundfólk. Hér að ofan má sjá syndandi marglyttur í sjónum við Nauthólsvík í dag. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, hélt í Nauthólsvík í fréttatíma kvöldsins en marglyttur hafa fundist víðsvegar í víkinni í sumar. „Þetta er meira en verið hefur áður. Fólk er að finna fyrir því,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, starfsmaður ylstrandarinnar, í fréttatímanum. „Þetta er misjafnt eftir dögum.“ Dögg segir að þannig geti það verið stundum þannig að suma daga brenni sig margir og aðra daga brenni sig enginn á marglyttunum. „Það var eitt tilfelli sem var slæmt.“ Þurfti þá að hringja á sjúkrabíl.Marglytta í sjónum við Nauthólsvík í dag.Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur, segir tvær tegundir algengastar, annars vegar bláglytta og hins vegar brennihvelja. „Bláglyttan þekkist af því að hún er svona ljósblá eða hvít með fjórum hringjum. Frekar smáar eða svona á stærð við hamborgara,“ útskýrði Guðjón. Hann segir þessa tegund af marglyttum alveg skaðlausa. „Þessi tegund hefur verið algeng í Nauthólsvík áður.“ Hin tegundin, brennihvelja, er hættulegri en hún getur skaðað mannfólk. „Hún hefur ekki fundist í miklu magni í Nauthólsvík. Sú er stærri, svona á stærð við góða pítsu.“ Þá getur brennihveljan orðið allt að 37 metra löng en það er hálf Hallgrímskirkja og stærri en steypireyður. Það er líka réttast að taka það fram, fyrst við erum að fjalla um marglyttur, að það er algeng mýta að það slái á sársaukann eftir marglyttustungu að pissa á svæðið sem er aumt. Þetta virkar ekki - þvag hefur ekki efnin sem þarf til þess að slá á sársaukann. Það er betra að hella á svæðið saltvatni eða ediki.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira