Enski boltinn

Wenger: Benitez er stjóri á heimsmælikvarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wenger og Benitez
Wenger og Benitez visir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Rafael Benitez sé stjóri á heimsmælikvarða og eigi eftir að reynast Newcastle vel en Rafa gerði þriggja ára samning við félagið í gær.

Steve McClaren var rekinn sem stjóri liðsins og mætti Benitez á St. James Park í gær og ætlar hann sér stóra hluti með liðið.

Newcastle er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar tíu umferðir eru eftir og fær það verkefni að bjarga liðinu frá falli.

„Það er alltaf leiðinlegt að sjá menn missa starfið sitt en Benitez er stjóri á heimsmælikvarða,“ sagði Wengar á vikulegum blaðamannafundi sínum í gær.

„Hann þarf núna að ná fram stöðuleika innan klúbbsins. Ef þú hefur yfir miklu fjármagni að ráða þá er alltaf hægt að kaupa sig í burtu frá vandamálunum. Ef þú stýrir liði aftur á móti vel og kemur á stöðuleiki þá er hægt að fækka mistökunum og gera góða hluti.“


Tengdar fréttir

Búið að reka McClaren

Steve McClaren er farinn frá Newcastle. Rafa Benitez er sterklega orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×