Enski boltinn

Gylfi orðinn markahæsti leikmaður Swansea á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann hefur verið sjóðandi heitur, sértaklega á þessu ári.

Swansea tapaði, 3-2, fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en Gylfi skoraði eitt mark í leiknum.

Gylfi er því orðinn markahæsti leikmaður Swansea á tímabilinu en André Ayew hefur gert átta mörk. Á þessu ári hefur Gylfi skorað sjö mörk í deildinni og er hann einn af markahæstu mönnum deildarinnar árið 2016.

Hér að ofan má sjá markið frá Gylfa í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×