Hátt í fjögur hundruð mál á borði héraðssaksóknara Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Ólafur Þór Hauksson á skrifstofu sinni. Hann er bjartsýnn á stöðuna þrátt fyrir málafjöldann og segir einhuga hóp starfsmanna starfa hjá embætti héraðssaksóknara. vísir/gva Ólafur Þór Hauksson tók við nýju starfi héraðssaksóknara þann 1. janúar síðastliðinn. Embætti héraðssaksóknara mun fara með rannsókn á brotum starfsmanna lögreglu. Ólafur Þór staðfestir að mál lögreglufulltrúans sem var færður til í starfi vegna þráláts orðróms um brot í starfi sé til rannsóknar hjá embættinu. „Já. Málið er til meðferðar, ég get ekki gefið upplýsingar um það,“ segir Ólafur Þór. Ásakanir um brot lögreglufulltrúans í starfi voru hvað háværastar árið 2011. Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um væri að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Ákvarðanir um formlega rannsókn mála hafi ekki verið hans að taka, heldur þáverandi yfirmanna Karls, Friðriks Smára Björgvinssonar, sem nú gegnir stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Jóns H.B. Snorrasonar, sem gegnir stöðu saksóknara og varalögreglustjóra hjá sama embætti. Mál lögreglumanns í fíkniefnadeild sem sætti gæsluvarðhaldi kemur ekki á borð héraðssaksóknara. „Málið verður klárað hjá ríkissaksóknara, línan er sú, þær rannsóknir sem ríkissaksóknari hefur hrint af stað, hann klárar þær.“ Embætti héraðssaksóknara tekur við öllum verkefnum Embættis sérstaks saksóknara, sem lagt er niður frá sama tíma, en einnig verkefnum frá öðrum löggæsluembættum og ríkissaksóknara. Alls flytjast 174 verkefni til embættisins frá ríkissaksóknara. Í ákærumeðferð eru 47 mál, mál fyrir héraðsdómi 22, til rannsóknar 54 og mál í bið eru 80 talsins. Ólafur er bjartsýnn á stöðuna þrátt fyrir verkefnafjöldann. „Þetta er einbeittur hópur og er alveg einhuga um það að reyna að fara í gegnum þetta allt saman. Þetta er mikill fjöldi verkefna, ég viðurkenni það.“ Héraðssaksóknari mun hafa ákæruvald og sjá um rannsóknir skatta- og efnahagsbrota og í öðrum sakamálum auk þess að rannsaka brot gegn valdstjórninni. Hjá embættinu verður einnig rannsakað peningaþvætti. Héraðssaksóknari hefur hvort tveggja ákæruvald og fer með lögreglustjórn á sínu verksviði og hefur þannig stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra. „Við verðum allt í allt um fimmtíu talsins. Lunginn af starfsmönnum kemur úr Embætti sérstaks saksóknara, þrír koma frá ríkissaksóknara með þekkingu á ákæruhlutanum. Við fáum líka starfsmann frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá mun starfsmaður hjá ríkislögreglustjóra, Björn Halldórsson, sjá um rannsóknir á peningaþvætti.“ Miklar annir eru fram undan hjá embættinu. „Í þessu er fólgin heilmikil áskorun. Við erum annars vegar með töluvert mikið af verkefnum sem snúa að efnahagsbrotum og svo bætast við ný. Það er verið að taka við þessum málum, skrá þau og ganga frá þeim og úthluta þeim til meðferðar. Það má segja að það séu mikil verkefni á stofnuninni núna.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson tók við nýju starfi héraðssaksóknara þann 1. janúar síðastliðinn. Embætti héraðssaksóknara mun fara með rannsókn á brotum starfsmanna lögreglu. Ólafur Þór staðfestir að mál lögreglufulltrúans sem var færður til í starfi vegna þráláts orðróms um brot í starfi sé til rannsóknar hjá embættinu. „Já. Málið er til meðferðar, ég get ekki gefið upplýsingar um það,“ segir Ólafur Þór. Ásakanir um brot lögreglufulltrúans í starfi voru hvað háværastar árið 2011. Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, sagði í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann hefði sjálfur framkvæmt ákveðna grunnskoðun sem þó mætti ekki kalla rannsókn. Um væri að ræða almenna skoðun þeirra gagna sem liggi fyrir. Út frá því hafi hann útbúið greinargerð sem hann hafi sent til yfirmanna sinna og þannig fylgt öllum reglum. Ákvarðanir um formlega rannsókn mála hafi ekki verið hans að taka, heldur þáverandi yfirmanna Karls, Friðriks Smára Björgvinssonar, sem nú gegnir stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Jóns H.B. Snorrasonar, sem gegnir stöðu saksóknara og varalögreglustjóra hjá sama embætti. Mál lögreglumanns í fíkniefnadeild sem sætti gæsluvarðhaldi kemur ekki á borð héraðssaksóknara. „Málið verður klárað hjá ríkissaksóknara, línan er sú, þær rannsóknir sem ríkissaksóknari hefur hrint af stað, hann klárar þær.“ Embætti héraðssaksóknara tekur við öllum verkefnum Embættis sérstaks saksóknara, sem lagt er niður frá sama tíma, en einnig verkefnum frá öðrum löggæsluembættum og ríkissaksóknara. Alls flytjast 174 verkefni til embættisins frá ríkissaksóknara. Í ákærumeðferð eru 47 mál, mál fyrir héraðsdómi 22, til rannsóknar 54 og mál í bið eru 80 talsins. Ólafur er bjartsýnn á stöðuna þrátt fyrir verkefnafjöldann. „Þetta er einbeittur hópur og er alveg einhuga um það að reyna að fara í gegnum þetta allt saman. Þetta er mikill fjöldi verkefna, ég viðurkenni það.“ Héraðssaksóknari mun hafa ákæruvald og sjá um rannsóknir skatta- og efnahagsbrota og í öðrum sakamálum auk þess að rannsaka brot gegn valdstjórninni. Hjá embættinu verður einnig rannsakað peningaþvætti. Héraðssaksóknari hefur hvort tveggja ákæruvald og fer með lögreglustjórn á sínu verksviði og hefur þannig stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra. „Við verðum allt í allt um fimmtíu talsins. Lunginn af starfsmönnum kemur úr Embætti sérstaks saksóknara, þrír koma frá ríkissaksóknara með þekkingu á ákæruhlutanum. Við fáum líka starfsmann frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá mun starfsmaður hjá ríkislögreglustjóra, Björn Halldórsson, sjá um rannsóknir á peningaþvætti.“ Miklar annir eru fram undan hjá embættinu. „Í þessu er fólgin heilmikil áskorun. Við erum annars vegar með töluvert mikið af verkefnum sem snúa að efnahagsbrotum og svo bætast við ný. Það er verið að taka við þessum málum, skrá þau og ganga frá þeim og úthluta þeim til meðferðar. Það má segja að það séu mikil verkefni á stofnuninni núna.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira