Læknum fækkað um helming á átta árum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Um 850 sjúklingar eru í eftirliti vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Yfirlæknir segir lyfjameðferð vera í forgangi og því hafi bið eftir eftirliti lengst. NordicPhotos/Getty Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Krabbameinssjúklingar sem hafa lokið meðferð eru reglulega kallaðir inn í eftirlit hjá krabbameinsdeild Landspítalans. Kona sem lauk meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári bjóst við innköllun í október. Fyrir jól hafði hún ekki enn fengið símtal og hafði því samband við krabbameinsdeildina í lok desember. Þá fékk hún þau svör að hún þyrfti að bíða í allt að þrjá mánuði í viðbót eftir tíma hjá lækni. Í samtali við Fréttablaðið segist konan að lokum hafa „grenjað út“ viðtal enda hafi hún verið full kvíða vegna óvissunnar og biðarinnar. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina, staðfestir að mikið álag sé á deildinni enda sé undirmannað. Hann er sjálfur í krabbameinsmeðferð og fór í veikindaleyfi í sumar. Þar með hafi krabbameinslæknum fækkað um helming frá árinu 2008. „Krabbameinslæknum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna ýmissa ástæðna. Það er mikið álag og þeim bjóðast betri laun og vinnuaðstæður erlendis,“ segir Gunnar.Gunnar Bjarni Ragnarsson yfirlæknir lyflækninga krabbameina (fyrir miðju)Til að bregðast við undirmönnun og auknu álagi hefur verið einblínt á að sinna krabbameinslyfjameðferð. „Í samvinnu við aðrar faggreinar höfum við komið eftirlitinu í aðrar hendur. Hins vegar er brjóstakrabbameinseftirlitið enn í okkar höndum og okkur þykir mjög leitt að fólk þurfi að bíða eftir eftirliti. Það er þó verið að vinna að því að koma þessu í betri farveg.“ Tekist hefur að sinna krabbameinslyfjameðferð með því að leggja meira á krabbameinslæknana og auka þverfaglega teymisvinnu með öðrum heilbrigðisstéttum. „En það er ekkert launungarmál að álag á lækna deildarinnar er komið vel yfir þolmörk.“ Gunnar segir ráðningar vera í forgangi en því miður hafi reynst erfiðlega að fullmanna deildina. Auglýst hafi verið eftir starfsfólki og leitað út fyrir landsteinana. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það náist að finna lausn á málunum. „Hin þverfaglega teymisvinna mun skila miklu með frekari reynslu og álagið mun minnka talsvert þegar ég get farið að sinna sjúklingum að fullu aftur. Við erum líka bjartsýn á að nýir læknar muni ráða sig við deildina,“ segir hann.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira