Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 18:45 Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira