Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 18:45 Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað um allt að helming með afnámi tolla. Þetta kom fram á fundi um búvörusamninga í morgun en forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nýju samningarnir stuðli að óbreyttu kerfi og þjóni ekki neytendum. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, boðuðu til fundar í morgun þar sem nýundirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en hann segir samninga ekki þjóna hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ tekur í svipaðan streng og segir að með samráðsleysi við gerð samningana hafi góðu tækifæri til að nútímavæða landbúnaðarkerfið verið sólundað. Neytendur hagnist mest á aukinni samkeppni og lækkun tolla. „Það er auðvitað alveg ljóst að sú mikla tollvernd sem hér er hefur veruleg áhrif á vöruverð. Það er niðurstaða sem oftar en einu sinni hefur komið út úr greiningum á matvælaverði hér á landi. Það er líklega engin ein aðgerð sem myndi hafa jafn mikil áhrif á matvælaverð eins og að draga úr tollverndinni,“ segir Henný. Með afnámi tolla gæti smjör þannig lækkað um allt að 17 prósent. Ostur um allt að 28 prósent. Mjólkurduft um 34 prósent, Svínakjöt um 33 prósent, kjúklingur um 37 prósent og kjúklingabringur um 58 prósent. Afnám tolla myndi hins vegar ekki hafa áhrif á verð á lambakjöti. Daði segir að fáir hagnist á þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir. „Kannski einhver hópur bænda sem sem er búin að koma sér vel fyrir í núverandi kerfi en fáir aðrir,“ segir Daði.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira