Mourinho: Ég skal fara ef leikmenn vilja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2015 08:45 Vísir/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann muni aðeins hætta sjálfviljugur hjá félaginu ef leikmenn hans óski eftir því. Titilvörnin hjá Chelsea hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið aðeins tvo af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni og er í sextánda sæti með átta stig. Mourinho lét gamminn geisa í viðtali við Sky Sports eftir 3-1 tap fyrir Southampton um helgina og sagði meðal annars að hann væri besti knattspyrnustjóri í sögu Chelsea. Sjö mínútna einræðu hans má sjá hér. Enskir fjölmiðlar fullyrtu að krísufundur hafi þegar verið haldinn hjá Chelsea um stöðu Mourinho og að portúgalski stjórinn muni halda starfi sínu enn um sinn. „Fólk getur sagt það sem það vill,“ sagði Mourinho í öðru viðtali í gærkvöldi. „Ég held að þú ættir að leita beint til leikmannanna. Það eina sem fengi mig til að hætta væri ef þeir segðust ekki lengur treysta mér.“ „Það er það eina. Ekki tilbúnar heimildir fjölmiðla heldur aðeins leikmennirnir sjálfir.“ Mourinho segir að hann sé nú að ganga í gegnum erfiðasta kafla síns knattspyrnustjóraferils. „Ég skil nú hversu stór ég er. Ég er ekki hræddur. Ég er ekki grátandi né örvæntingafullur. Ég geri mér grein fyrir því hversu stór ég var og hversu stór ég er.“ „Lífið er auðvelt þegar maður er meistari. Tilfinningin sem maður fær með tapi er ekki góð en ég er ánægður með sjálfan mig og hvernig ég er að takast á við ástandið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Undanfarnar vikur hafa verið þær erfiðustu á ferlinum Knattspyrnustjóri Chelsea segir að síðustu vikur hafi reynt á hann en hann vonast til þess að læra af slöku gengi Chelsea undanfarnar vikur. 2. október 2015 17:00 Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01 Segist ekki hafa niðurlægt Matic Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í því að hann hafi niðurlægt Nemanja Matic þegar hann tók hann af velli 27 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. 4. október 2015 13:45 Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann muni aðeins hætta sjálfviljugur hjá félaginu ef leikmenn hans óski eftir því. Titilvörnin hjá Chelsea hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið aðeins tvo af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni og er í sextánda sæti með átta stig. Mourinho lét gamminn geisa í viðtali við Sky Sports eftir 3-1 tap fyrir Southampton um helgina og sagði meðal annars að hann væri besti knattspyrnustjóri í sögu Chelsea. Sjö mínútna einræðu hans má sjá hér. Enskir fjölmiðlar fullyrtu að krísufundur hafi þegar verið haldinn hjá Chelsea um stöðu Mourinho og að portúgalski stjórinn muni halda starfi sínu enn um sinn. „Fólk getur sagt það sem það vill,“ sagði Mourinho í öðru viðtali í gærkvöldi. „Ég held að þú ættir að leita beint til leikmannanna. Það eina sem fengi mig til að hætta væri ef þeir segðust ekki lengur treysta mér.“ „Það er það eina. Ekki tilbúnar heimildir fjölmiðla heldur aðeins leikmennirnir sjálfir.“ Mourinho segir að hann sé nú að ganga í gegnum erfiðasta kafla síns knattspyrnustjóraferils. „Ég skil nú hversu stór ég er. Ég er ekki hræddur. Ég er ekki grátandi né örvæntingafullur. Ég geri mér grein fyrir því hversu stór ég var og hversu stór ég er.“ „Lífið er auðvelt þegar maður er meistari. Tilfinningin sem maður fær með tapi er ekki góð en ég er ánægður með sjálfan mig og hvernig ég er að takast á við ástandið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Undanfarnar vikur hafa verið þær erfiðustu á ferlinum Knattspyrnustjóri Chelsea segir að síðustu vikur hafi reynt á hann en hann vonast til þess að læra af slöku gengi Chelsea undanfarnar vikur. 2. október 2015 17:00 Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01 Segist ekki hafa niðurlægt Matic Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í því að hann hafi niðurlægt Nemanja Matic þegar hann tók hann af velli 27 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. 4. október 2015 13:45 Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Mourinho: Undanfarnar vikur hafa verið þær erfiðustu á ferlinum Knattspyrnustjóri Chelsea segir að síðustu vikur hafi reynt á hann en hann vonast til þess að læra af slöku gengi Chelsea undanfarnar vikur. 2. október 2015 17:00
Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum. 3. október 2015 00:01
Segist ekki hafa niðurlægt Matic Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í því að hann hafi niðurlægt Nemanja Matic þegar hann tók hann af velli 27 mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. 4. október 2015 13:45
Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur. 3. október 2015 12:30