Enski boltinn

Mourinho: Vill enga strúta hjá félaginu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir geti ekki stungið hausinum í sandinn til að fela sig líkt og strútar gera eftir slakt gengi undanfarnar vikur.

Lærisveinar Mourinho hafa aðeins unnið tvo leiki af fyrstu sjö í ensku úrvalsdeildinni og fjóra í öllum keppnum en þeir töpuðu nokkuð óvænt á fyrrum heimavelli Mourinho í Portúgal í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Mourinho skoraði á leikmenn að bæta upp fyrir slakt gengi undanfarnar vikur í stað þess að fara í felur undan pressunni en leikmenn hans mæta Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Strútar stinga höfðinu í sandinn en á slæmum stundum geturu ekki gert til þess að forðast pressuna. Þú getur ekki bara beðið eftir því að hlutirnir gangi betur, þú þarft að leysa hlutina upp á eigin spýtur að mínu mati,“ sagði Mourinho aðspurður hvort leikmenn liðsins væru ákveðnir í að bæta gengi liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×