Pawel segir Sigmund Davíð bæði brjóta lög og ljúga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2015 10:15 Sigmundur Davíð gagnrýndi borgaryfirvöld í Reykjavík í vikunni. Vísir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brjóta lög og ljúga. Ráðherrann gerði alvarlegar athugasemdir við borgarskipulag í Reykjavík í vikunni. Segir hann að gamla byggðin í Reykjavík hafi aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var sammála sumum punktum ráðherrans en ósammála öðrum. Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur.Megi ekki búa hvar sem er samkvæmt lögunum „Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lögheimilið sitt borgina sem hann sannarlega býr í. Þetta hljómar eins og rasshausaathugasemd en þá verður það bara að vera svo,“ segir Pawel og segir athugasemdir ráðherrans fara í taugarnar á sér. „Í fyrsta lagi er Sigmundur Davíð klárlega að brjóta lög. Lögin heimila þingmönnum og ráðherrum að halda lögheimili á staðnum sem þeir bjuggu áður en þeir urðu þingmenn og ráðherrar. Lögin heimila ekki að þeir geti bara verið með það hvar sem er.“ Sigmundur Davíð er sem kunnugt er sem kunnugt er þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi þótt þar hafi hann aldrei búið. Hann er búsettur í Seljahverfinu í Reykjavík í dag.Katrín Oddsdóttir lögmaður.Katrín Oddsdóttir lögmaður, vísar í lög um lögheimili þar sem segir að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. „Einhverra hluta vegna teljast þó hælisleitendur ekki eiga lögheimili á Íslandi og SDG út á landi…,“ segir Katrín sem unnið hefur mikið með hælisleitendum hér á landi. „Í öðru lagi fer þetta bara í taugarnar á mér því þótt Sigmundur segist ekki þiggja fé fyrir þetta þá eru þetta samt lygar,“ segir Pawel. Vísar hann til þess að ráðherrann hefur greint frá því að hann þiggji ekki þá fjárhæð sem landsbyggðarþingmenn eiga rétt á. „Lygar sem eiga að ná fram jákvæðum hugrenningartengslum hjá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Lygar. Rétt eins og ef ég segðist vera golfáhugamaður í von um að fá atkvæði golfáhugamanna. Þótt ég spili ekki golf.“Guðmundur Kristján Jónsson skipulagsfræðingur.Víkur ekki einu orði að núgildandi skipulagi Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, segir í bakþönkum sínum að ráðherra viðhaldi þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum. Ráðherrann vísi fyrst og fremst í aðalskipulagið frá 1962 sem sé réttilega alræmt. Á það fallist hann með ráðherranum.„Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða.“Guðmundur Kristján bendir á að þeir sem beri ábyrgð á skipulagsgerð í borginni og hjá Skipulagsstofnun séu þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum. Hafi þeir, ólíkt ákveðnum aðilum, lokið háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. „Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar.“Athugaemd Pawels í heild sinni má sjá hér að neðan.Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lö...Posted by Pawel Bartoszek on Friday, August 28, 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brjóta lög og ljúga. Ráðherrann gerði alvarlegar athugasemdir við borgarskipulag í Reykjavík í vikunni. Segir hann að gamla byggðin í Reykjavík hafi aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var sammála sumum punktum ráðherrans en ósammála öðrum. Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur.Megi ekki búa hvar sem er samkvæmt lögunum „Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lögheimilið sitt borgina sem hann sannarlega býr í. Þetta hljómar eins og rasshausaathugasemd en þá verður það bara að vera svo,“ segir Pawel og segir athugasemdir ráðherrans fara í taugarnar á sér. „Í fyrsta lagi er Sigmundur Davíð klárlega að brjóta lög. Lögin heimila þingmönnum og ráðherrum að halda lögheimili á staðnum sem þeir bjuggu áður en þeir urðu þingmenn og ráðherrar. Lögin heimila ekki að þeir geti bara verið með það hvar sem er.“ Sigmundur Davíð er sem kunnugt er sem kunnugt er þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi þótt þar hafi hann aldrei búið. Hann er búsettur í Seljahverfinu í Reykjavík í dag.Katrín Oddsdóttir lögmaður.Katrín Oddsdóttir lögmaður, vísar í lög um lögheimili þar sem segir að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. „Einhverra hluta vegna teljast þó hælisleitendur ekki eiga lögheimili á Íslandi og SDG út á landi…,“ segir Katrín sem unnið hefur mikið með hælisleitendum hér á landi. „Í öðru lagi fer þetta bara í taugarnar á mér því þótt Sigmundur segist ekki þiggja fé fyrir þetta þá eru þetta samt lygar,“ segir Pawel. Vísar hann til þess að ráðherrann hefur greint frá því að hann þiggji ekki þá fjárhæð sem landsbyggðarþingmenn eiga rétt á. „Lygar sem eiga að ná fram jákvæðum hugrenningartengslum hjá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Lygar. Rétt eins og ef ég segðist vera golfáhugamaður í von um að fá atkvæði golfáhugamanna. Þótt ég spili ekki golf.“Guðmundur Kristján Jónsson skipulagsfræðingur.Víkur ekki einu orði að núgildandi skipulagi Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, segir í bakþönkum sínum að ráðherra viðhaldi þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum. Ráðherrann vísi fyrst og fremst í aðalskipulagið frá 1962 sem sé réttilega alræmt. Á það fallist hann með ráðherranum.„Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða.“Guðmundur Kristján bendir á að þeir sem beri ábyrgð á skipulagsgerð í borginni og hjá Skipulagsstofnun séu þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum. Hafi þeir, ólíkt ákveðnum aðilum, lokið háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. „Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar.“Athugaemd Pawels í heild sinni má sjá hér að neðan.Ef Sigmund Davíð langar að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þá getur hann allavega byrjað á því að flytja lö...Posted by Pawel Bartoszek on Friday, August 28, 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24