Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 14:09 Dagur B. Eggertsson. vísir/stefán „Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28