Ef foreldrar hrósa of mikið geta börnin orðið sjálfselsk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. mars 2015 12:23 Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira