Ef foreldrar hrósa of mikið geta börnin orðið sjálfselsk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. mars 2015 12:23 Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira