Kaupa má forvarnarlyf gegn HIV smiti Linda Blöndal skrifar 25. júlí 2015 20:26 Lyfið Truvada er forvörn gegn HIV sem hefur rutt sér til rúms að undanförnu, að mestu vestan hafs. Lyfið taka þeir sem vilja ekki smitast af veirunni en stunda áhættusamt kynlíf. Miklar vonir eru bundnar við að lyfið vinni gegn útbreiðslu alnæmis um allan heim. Mikil umræða um þennan valkost Lyfið nefnist Truvada en lyfjameðferð HIV smitaðra hefur innihaldið lyfið í mörg ár. Skammturinn er ein tafla á dag og þar fólk að taka það að staðaldri. Lyfið fækkar HIV veirunum í blóðinu. Mikil umræða er erlendis, helst í Bandaríkjunum en einnig í Evrópu um notkun lyfsins og hún er útbreitt, sér í lagi vestra. Slík notkun gengur undir heitinu PrEP sem stendur fyrir Pre-Exposure Prophylaxis. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir vinnur mikið með HIV smitaða og segir að PrEP standi fyrir forvörn gegn HIV sem ákveðnir hópar sem stunda óvarið kynlíf nota. „Þetta er sá hópur sem er kannski með fjölda rekkjunauta og vill stunda óvarið kynlíf. Það er vel vitað að við breytum ekki kynhegðun fólks, það er ekki að nota smokka meira. Vísindamenn og rannsakendur fundu þá þessa leið”, sagði Bryndís í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bundnar vonir við notkun lyfsins í Afríkuríkjum Við kynmök kemst veiran inn í kerfið en með því að vera með þetta lyf í blóðinu þá er komið í veg fyrir að veiran setjist að. Bryndís segir að lyfið hafi komið mjög vel út í þessum tilgangi. Ekki síður eru þó bundnar vonir við að nota Truvada meira í þriðja heims ríkjum þar sem HIV smit er útbreiddast. Reynslan er þó mest vestan hafs en ekki er ljóst hve margir nota það að staðaldri.Hefur fengið samþykki sem forvörn Í Bandaríkjunum er þetta lyf nú samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu sem vörn gegn HIV hjá vissum þjóðfélagshópum, segir Bryndís en átt er við helst samkynhneigða karla í þeim efnum. „Það var ákveðin bylting þá og nú getur fólk í ákveðnum tryggingakerfum fengið þetta lyf niðurgreitt og það er komin töluverð reynsla á það”, segir Bryndís og enn fremur séu ýmsir góðgerðarsjóðir sem styrki fólk til að kaupa töflurnar. Mánaðarskammtur á 150 þúsund Bólusetning gegn HIV eða lækning er ekki í augsýn, segir Bryndís og því sé Truvada eina leiðin sem vísindamenn eygja von um að geti hamlað betur útbreiðslu sjúkdómsins. Truvada fæst hér á landi en er þó ekki niðurgreitt og aðgengi að því því ekki mikið. Mánaðarskammtur af Truvada kostar um 150 þúsund krónur og segir Bryndís heilbrigðisstarfsfólk rætt sín á meðal hvað megi gera við því. „Við getum skrifað út lyfseðla fyrir þessu lyfi en eins og málin standa núna og eins og sóttvarnarlögin eru þá hefur ekki látið á það reyna enn þá að veita þessi lyf að fullu niðurgreidd til þeirra einstaklinga sem ekki eru þegar komnir með veiruna”, segir Bryndís. Tengdar fréttir HIV og „hælisleitendur“ Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. 25. júlí 2015 11:55 HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Einar Þór Jónsson segir mál af þessu tagi einsdæmi á Íslandi. 23. júlí 2015 13:34 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Lyfið Truvada er forvörn gegn HIV sem hefur rutt sér til rúms að undanförnu, að mestu vestan hafs. Lyfið taka þeir sem vilja ekki smitast af veirunni en stunda áhættusamt kynlíf. Miklar vonir eru bundnar við að lyfið vinni gegn útbreiðslu alnæmis um allan heim. Mikil umræða um þennan valkost Lyfið nefnist Truvada en lyfjameðferð HIV smitaðra hefur innihaldið lyfið í mörg ár. Skammturinn er ein tafla á dag og þar fólk að taka það að staðaldri. Lyfið fækkar HIV veirunum í blóðinu. Mikil umræða er erlendis, helst í Bandaríkjunum en einnig í Evrópu um notkun lyfsins og hún er útbreitt, sér í lagi vestra. Slík notkun gengur undir heitinu PrEP sem stendur fyrir Pre-Exposure Prophylaxis. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir vinnur mikið með HIV smitaða og segir að PrEP standi fyrir forvörn gegn HIV sem ákveðnir hópar sem stunda óvarið kynlíf nota. „Þetta er sá hópur sem er kannski með fjölda rekkjunauta og vill stunda óvarið kynlíf. Það er vel vitað að við breytum ekki kynhegðun fólks, það er ekki að nota smokka meira. Vísindamenn og rannsakendur fundu þá þessa leið”, sagði Bryndís í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bundnar vonir við notkun lyfsins í Afríkuríkjum Við kynmök kemst veiran inn í kerfið en með því að vera með þetta lyf í blóðinu þá er komið í veg fyrir að veiran setjist að. Bryndís segir að lyfið hafi komið mjög vel út í þessum tilgangi. Ekki síður eru þó bundnar vonir við að nota Truvada meira í þriðja heims ríkjum þar sem HIV smit er útbreiddast. Reynslan er þó mest vestan hafs en ekki er ljóst hve margir nota það að staðaldri.Hefur fengið samþykki sem forvörn Í Bandaríkjunum er þetta lyf nú samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu sem vörn gegn HIV hjá vissum þjóðfélagshópum, segir Bryndís en átt er við helst samkynhneigða karla í þeim efnum. „Það var ákveðin bylting þá og nú getur fólk í ákveðnum tryggingakerfum fengið þetta lyf niðurgreitt og það er komin töluverð reynsla á það”, segir Bryndís og enn fremur séu ýmsir góðgerðarsjóðir sem styrki fólk til að kaupa töflurnar. Mánaðarskammtur á 150 þúsund Bólusetning gegn HIV eða lækning er ekki í augsýn, segir Bryndís og því sé Truvada eina leiðin sem vísindamenn eygja von um að geti hamlað betur útbreiðslu sjúkdómsins. Truvada fæst hér á landi en er þó ekki niðurgreitt og aðgengi að því því ekki mikið. Mánaðarskammtur af Truvada kostar um 150 þúsund krónur og segir Bryndís heilbrigðisstarfsfólk rætt sín á meðal hvað megi gera við því. „Við getum skrifað út lyfseðla fyrir þessu lyfi en eins og málin standa núna og eins og sóttvarnarlögin eru þá hefur ekki látið á það reyna enn þá að veita þessi lyf að fullu niðurgreidd til þeirra einstaklinga sem ekki eru þegar komnir með veiruna”, segir Bryndís.
Tengdar fréttir HIV og „hælisleitendur“ Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. 25. júlí 2015 11:55 HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Einar Þór Jónsson segir mál af þessu tagi einsdæmi á Íslandi. 23. júlí 2015 13:34 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
HIV og „hælisleitendur“ Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. 25. júlí 2015 11:55
HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Einar Þór Jónsson segir mál af þessu tagi einsdæmi á Íslandi. 23. júlí 2015 13:34