Lífið

Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
128 íslensk netföng fundust í gagnagrunni vefsíðunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnd frá stofnun árið 2001.
128 íslensk netföng fundust í gagnagrunni vefsíðunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnd frá stofnun árið 2001. Vísir/Getty
128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. Tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team stóðu við hótun sína um að birta viðkvæmar upplýsingar vefsíðunnar sem var með 37 milljónir notenda.

Fréttablaðið fjallar um málið í morgun en tölvuþrjótarnir hafa varið árás sína meðal annars með þeirri skoðun sinni að notendur síðunnar ættu ekkert betra skilið. Þá gagnrýna þeir forsvarsmenn síðunnar fyrir að hafa þénað ótæpilega á því að krefjast greiðslu vilji fólk láta eyða upplýsingum um sig.

Eftir að upplýsingarnar voru gerðar opinberar hefur vefsíðum verið komið á fót þar sem fólk getur athugað hvort upplýsingar um það hafi verið gerðar opinberar í tölvuárásinni. Þar getur fólk slegið inn netföngin sín og komist að því hvort kreditkortaupplýsingar þeirra sé að finna þar.

Meðal vefsíðna þar sem hægt er að komast að því hvort upplýsingar um þig séu aðgengilegar, og meðal annars hvort maki þinn hafi verið að halda framhjá, eru þessar hér að neðan. 

Þessi síða sýnir aðeins netföng í tengslum við lekann hjá Ashley Madison

https://www.trustify.info/check

Þessi síða sýnir netföng sem komið hafa upp í öllum mögulegum lekum undanfarin misseri

https://haveibeenpwned.com/


Tengdar fréttir

Hulunni svipt af framhjáhöldurum

Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.