Rifjaði upp eitt frægasta augnablik íþróttasögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 11:39 Uppákoman í Boston-maraþoninu árið 1967 Vísir/Getty Kathrine Switzer var fyrsta konan til að ská sig í Boston maraþonið. Það gerði hún árið 1967 þrátt fyrir að konum væri ekki heimilt að taka þátt. Stjórnandi hlaupsins reyndi að fjarlægja hana með handafli úr hlaupinu. Sami maður tók síðan þátt í að leyfa þátttöku kvenna árið 1972. Kathrine er stödd hér á landi sem gestur Íslandsbanka í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn. Hún sagði sögu sína á fundi Íslandsbanka í Hörpu í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Kathrine vann í 10 ár í samstarfi við snyrtivörumerkið Avon að því að skipuleggja hlaup fyrir konur. Ein milljón kvenna tók þátt í hlaupum á þeirra vegum en hlaupin voru samtals 400 í 27 löndum. Hún hefur skrifað fjórar bækur og starfað við að efla konur í íþróttum.Kathrine Switzer.Vísir/GVAEin frægasta fréttamynd sögunnar Ræða hlaupakonunnar hófst á myndbandsinnslagi þar sem Kathrine reifaði sögu sína og það mótlæti sem hún mætti þegar hún hugðist skrá sig í Boston maraþonið. Þannig reyndi skipuleggjandi hlaupsins til að mynda að stöðva hana og náðist augnablikið á filmu. Úr því varð ein frægasta fréttamynd sögunnar, sem sjá má hér að ofan. Kærasti Kathrine og þjálfari hennar rifu skipuleggjandann af henni svo að henni gafst færi á að klára hlaupið á fjórum klukkustundum og tuttugu mínútum. Þegar hún sá alla fjölmiðlaumfjöllunina eftir hlaupið áttaði sig hún strax á því að hún hefði lagt sitt á vogarskálarnar í jafnréttisbaráttunni og breytt viðhorfi fólks til kvenna í íþróttum. Upphafið að ævintýrinu sínu rak hún til þess þegar þau faðir hennar sátu saman við kvöldverðarborðið og Kathrine lýsti efasemdum sínum um að komast í íþróttalið skólans síns. Þá hafi faðir hennar hvatt hana til að hlaupa kílómetra á dag. „Kílómetra á dag? Vá, það er eins og að ganga á Kilimanjaro!“ sagði Kathrine og uppskar hlátrarsköll fyrir vikið. Gestir voru ánægðir með ræðu Switzer.Vísir/GVAHleypur enn Þrátt fyrir að vera langt komin á sjötugsaldur segist Kathrine enn hlaupa og segir það töfrum líkast. Hvert hlaup sé sem lítill sigur í átt að stóru markmiði og þannig hafi henni liðið allt frá því að hún hóf undirbúning fyrir Boston maraþonið 1967. Í tölu sinni sagði Kathrine frá því hvernig henni leið í hlaupinu þegar hana langaði einna helst að gefast upp. Hún segist hafa fundið fyrir óstjórnlegri hvöt til að klára hlaupið, ekki síst fyrir kynsystur sínar sem margir efuðust um að gætu þreytt slíka þrekraun. Einnig óttaðist hún að á hana yrði litið sem trúð ef henni tækist ekki að klára og að henni hafi ekki verið alvara með að skrá sig til leiks.Frá vinstri: Sweitzer, Birna Einarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir.Vísir/GVAHæfileikar eru alls staðar Þá eru ótaldar þær læknisfræðilegu ástæður sem haldið var á lofti á þeim tíma sem mæltu gegn því að konur legðu í langhlaup. Til að mynda að það myndi hafa skaðleg áhrif á fætur þeirra, að þeim myndi vaxa skegg og að leg þeirra myndu detta úr. Meginstef Kathrine í ræðu sinni sagði hún væri þá trú sína að hæfileikar séu alls staðar. Þeir fyrirfinndust í öllum og þá ekki síst börnum. Hæfileikar þyrftu hins vegar að fá tækifærið til að blómstra og að því þyrfti að huga svo allir fengju að njóta sín. Að ræðu sinni lokinni hlaut Kathrine standandi lófatak og við tóku umræður sem stýrt var af Birni Berg Gunnarssyni, fræðslustjóra VÍB, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk sér sæti með þeim á sviðinu. Að neðan má sjá viðtal við Kathrine frá því í gær. Von er á upptöku frá fundinum í Hörpu innan tíðar. Viðtal við Kathrine Switzer from Íslandsbanki on Vimeo. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Kathrine Switzer var fyrsta konan til að ská sig í Boston maraþonið. Það gerði hún árið 1967 þrátt fyrir að konum væri ekki heimilt að taka þátt. Stjórnandi hlaupsins reyndi að fjarlægja hana með handafli úr hlaupinu. Sami maður tók síðan þátt í að leyfa þátttöku kvenna árið 1972. Kathrine er stödd hér á landi sem gestur Íslandsbanka í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardaginn. Hún sagði sögu sína á fundi Íslandsbanka í Hörpu í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Kathrine vann í 10 ár í samstarfi við snyrtivörumerkið Avon að því að skipuleggja hlaup fyrir konur. Ein milljón kvenna tók þátt í hlaupum á þeirra vegum en hlaupin voru samtals 400 í 27 löndum. Hún hefur skrifað fjórar bækur og starfað við að efla konur í íþróttum.Kathrine Switzer.Vísir/GVAEin frægasta fréttamynd sögunnar Ræða hlaupakonunnar hófst á myndbandsinnslagi þar sem Kathrine reifaði sögu sína og það mótlæti sem hún mætti þegar hún hugðist skrá sig í Boston maraþonið. Þannig reyndi skipuleggjandi hlaupsins til að mynda að stöðva hana og náðist augnablikið á filmu. Úr því varð ein frægasta fréttamynd sögunnar, sem sjá má hér að ofan. Kærasti Kathrine og þjálfari hennar rifu skipuleggjandann af henni svo að henni gafst færi á að klára hlaupið á fjórum klukkustundum og tuttugu mínútum. Þegar hún sá alla fjölmiðlaumfjöllunina eftir hlaupið áttaði sig hún strax á því að hún hefði lagt sitt á vogarskálarnar í jafnréttisbaráttunni og breytt viðhorfi fólks til kvenna í íþróttum. Upphafið að ævintýrinu sínu rak hún til þess þegar þau faðir hennar sátu saman við kvöldverðarborðið og Kathrine lýsti efasemdum sínum um að komast í íþróttalið skólans síns. Þá hafi faðir hennar hvatt hana til að hlaupa kílómetra á dag. „Kílómetra á dag? Vá, það er eins og að ganga á Kilimanjaro!“ sagði Kathrine og uppskar hlátrarsköll fyrir vikið. Gestir voru ánægðir með ræðu Switzer.Vísir/GVAHleypur enn Þrátt fyrir að vera langt komin á sjötugsaldur segist Kathrine enn hlaupa og segir það töfrum líkast. Hvert hlaup sé sem lítill sigur í átt að stóru markmiði og þannig hafi henni liðið allt frá því að hún hóf undirbúning fyrir Boston maraþonið 1967. Í tölu sinni sagði Kathrine frá því hvernig henni leið í hlaupinu þegar hana langaði einna helst að gefast upp. Hún segist hafa fundið fyrir óstjórnlegri hvöt til að klára hlaupið, ekki síst fyrir kynsystur sínar sem margir efuðust um að gætu þreytt slíka þrekraun. Einnig óttaðist hún að á hana yrði litið sem trúð ef henni tækist ekki að klára og að henni hafi ekki verið alvara með að skrá sig til leiks.Frá vinstri: Sweitzer, Birna Einarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir.Vísir/GVAHæfileikar eru alls staðar Þá eru ótaldar þær læknisfræðilegu ástæður sem haldið var á lofti á þeim tíma sem mæltu gegn því að konur legðu í langhlaup. Til að mynda að það myndi hafa skaðleg áhrif á fætur þeirra, að þeim myndi vaxa skegg og að leg þeirra myndu detta úr. Meginstef Kathrine í ræðu sinni sagði hún væri þá trú sína að hæfileikar séu alls staðar. Þeir fyrirfinndust í öllum og þá ekki síst börnum. Hæfileikar þyrftu hins vegar að fá tækifærið til að blómstra og að því þyrfti að huga svo allir fengju að njóta sín. Að ræðu sinni lokinni hlaut Kathrine standandi lófatak og við tóku umræður sem stýrt var af Birni Berg Gunnarssyni, fræðslustjóra VÍB, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk sér sæti með þeim á sviðinu. Að neðan má sjá viðtal við Kathrine frá því í gær. Von er á upptöku frá fundinum í Hörpu innan tíðar. Viðtal við Kathrine Switzer from Íslandsbanki on Vimeo.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira