Segir koma til greina að notast við ofanflóðasjóð Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2015 10:17 „Það er alltaf öðruvísi að sjá hlutina í eigin persónu eða heyra lýsingar eða sjá myndir. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú þegar í að þrífa bæinn, þrífa göturnar, dæla upp úr húsum og svo framvegis. En það er engu að síður mjög sláandi að sjá hve mikill kraftur hefur leist úr læðingi þarna og sérstaklega áhrifin á heimili fólks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigmundur var á Siglufirði í gær og í fyrradag, þar sem flóð og aurskriður ullu miklum skemmdum í síðustu viku. Hann sagði skemmdir á gatnakerfi, ræsum og slíku vera eitthvað sem tiltölulega auðvelt væri að gera við, en tjónið á heimilunum gæti verið tilfinningalegt ekki síður en peningalegt. „Þar skiptir öllu máli og allir sem ég hitti voru sammála, að íbúarnir höfðu staðið alveg einstaklega vel saman. Strax og ljóst var í hvað stefndi þá voru allir boðnir og búnir til að aðstoða þá sem lentu verst í þessu og þannig hafa menn komist í gegnum þetta.“ Sigmundur sagðist hafa farið inn á nokkur heimili sem hafi orðið fyrir skemmdum og sums staðar hafi orðið varanlegar skemmdir á húsum. Hann sagði að mestar skemmdirnar falli undir viðlagatryggingu. „Tjón sem að fellur utan viðlagatryggingar er líklega minna en að menn óttuðust í fyrstu, en það er engu að síður eitthvað sem þarf að huga að. Hvernig megi bæta slíkt.“ Hann sagði að unnið yrði að því með heimamönnum að finna út úr hvernig takast eigi við þann kostnað. „Ég hef nefnt sem dæmi að ofanflóðasjóður gæti hugsanlega, það er eitt af því sem verið er að skoða, komið þarna að málum. Þetta er auðvitað eitthvað sem að varðar starfssvið hans. Að koma í veg fyrir tjón af völdum svona flóða. Hugsanlega má nýta þá möguleika eitthvað.“ Tengdar fréttir Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00 Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
„Það er alltaf öðruvísi að sjá hlutina í eigin persónu eða heyra lýsingar eða sjá myndir. Menn eru reyndar búnir að vinna ótrúlegt þrekvirki nú þegar í að þrífa bæinn, þrífa göturnar, dæla upp úr húsum og svo framvegis. En það er engu að síður mjög sláandi að sjá hve mikill kraftur hefur leist úr læðingi þarna og sérstaklega áhrifin á heimili fólks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigmundur var á Siglufirði í gær og í fyrradag, þar sem flóð og aurskriður ullu miklum skemmdum í síðustu viku. Hann sagði skemmdir á gatnakerfi, ræsum og slíku vera eitthvað sem tiltölulega auðvelt væri að gera við, en tjónið á heimilunum gæti verið tilfinningalegt ekki síður en peningalegt. „Þar skiptir öllu máli og allir sem ég hitti voru sammála, að íbúarnir höfðu staðið alveg einstaklega vel saman. Strax og ljóst var í hvað stefndi þá voru allir boðnir og búnir til að aðstoða þá sem lentu verst í þessu og þannig hafa menn komist í gegnum þetta.“ Sigmundur sagðist hafa farið inn á nokkur heimili sem hafi orðið fyrir skemmdum og sums staðar hafi orðið varanlegar skemmdir á húsum. Hann sagði að mestar skemmdirnar falli undir viðlagatryggingu. „Tjón sem að fellur utan viðlagatryggingar er líklega minna en að menn óttuðust í fyrstu, en það er engu að síður eitthvað sem þarf að huga að. Hvernig megi bæta slíkt.“ Hann sagði að unnið yrði að því með heimamönnum að finna út úr hvernig takast eigi við þann kostnað. „Ég hef nefnt sem dæmi að ofanflóðasjóður gæti hugsanlega, það er eitt af því sem verið er að skoða, komið þarna að málum. Þetta er auðvitað eitthvað sem að varðar starfssvið hans. Að koma í veg fyrir tjón af völdum svona flóða. Hugsanlega má nýta þá möguleika eitthvað.“
Tengdar fréttir Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00 Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Eitt stærsta aurflóð sem fólk man eftir Gríðarmikil úrkoma sólarhringinn fyrir flóðin á Siglufirði olli því að þúsundir rúmmetra skriðu fram. Sjö skriður loka veginum milli Siglufjarðar og Fljóta og nokkra daga tekur að hreinsa fráveitukerfi bæjarins. 31. ágúst 2015 07:00
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. 29. ágúst 2015 19:30
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43
Siglufjarðarvegur enn lokaður Það er hinsvegar búið að opna veginn norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum. 31. ágúst 2015 07:25