Innlent

Flestir borða hamborgarhrygg um jólin

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Framsóknarmenn kjósa frekar lambakjöt.
Framsóknarmenn kjósa frekar lambakjöt. vísir/sigurjón
Hamborgarhryggur virðist vera fastur liður á aðfangadagskvöldi hjá um helmingi Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun MMR. Næstflestir sögðust ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt), eða um 11,5 prósent, 7,2 prósent rjúpur og 8,2 prósent kalkún.

Lambakjötið virtist njóta meiri vinsælda meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, en af þeim sem tóku afstöðu og stuttu flokkinn sögðust 23,4 prósent ætla að borða lambakjöt sem aðalrétt á aðfangadag, borið saman við 6,4 prósent Pírata.

Þá sögðust stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Sjálstæðisflokksins frekar ætla að borða rjúpur sem aðalrétt á aðfangadag en stuðningsfólk annarra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu voru 12,7 prósent þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn og 11,6 prósent þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn ætla að borða rjúpur á aðfangadag, samanborið við 4,9 prósent Pírata og 3,3 prósent Bjartrar framtíðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×