Innlent

Björgunarsveitir kallaðar til vegna göngukonu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir komu konunni til aðstoðar.
Björgunarsveitir komu konunni til aðstoðar. vísir/stefán
Björgunarsveitir voru kallaðir út fyrr í dag til að aðstoða slasaða göngukonu á leiðinni upp með fossinum Glym í Hvalfirði.

Björgunarsveitir, ásamt sjúkraflutningamönnum, komu að konunni, sem er meidd á fæti, um hálfri klukkustund eftir að aðstoðarbeiðnin barst. Var búið um hana og verið er að flytja hana niður að hliði í Botnsdal þar sem sjúkrabíll bíður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×