Innlent

Bændur taki þátt í skógrækt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn Ingi Pétursson
Þórarinn Ingi Pétursson
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, vill að bændur og skógræktarfólk starfi saman og kanni grundvöll þess að hefja sérstakt átak í ræktun íslenskra beitarskóga. Þetta kom fram í erindi sem Þórarinn flutti á 80. aðalfundi Skógræktarfélags Íslands í Hofi á Akureyri.

Að verkefninu myndu starfa saman Landssamtök sauðfjárbænda, Skógræktarfélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Bændasamtök Íslands, Landssamtök skógareigenda og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að með vel heppnuðu samstarfi megi á næstu árum og áratugum setja stóraukinn kraft í skógrækt í landinu, bæta beitarland, fjölga trjám og stækka íslenska skóga.

Langstærstur hluti íslenskra birkiskóga sé á löndum bænda og er víðast í framför. Sauðfjárbændur hafa undanfarna áratugi gert árangursríkar tilraunir með skógarbeit þar sem skynsamleg og nútímaleg beitarstjórnun hefur skilað góðum árangri. Hagsmunir sauðfjárbeitar og skógræktar fara þar augljóslega saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×