80 milljónir í landsmótssvæðið á Hólum Sveinn Arnarsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Landsmót er haldið annað hvert ár og sækja nærri tíu þúsund manns mótið. Frá mótinu á Gaddsstaðaflötum á Hellu í fyrra. mynd/bjarni Þór Sigurðsson Framkvæmdir við Landsmót hestamanna árið 2016 eru í fullum gangi á Hólum í Hjaltadal. Unnið er að gerð keppnisvalla og aðstöðu fyrir áhorfendur. Áætlað er að kostnaður við verkið nú í sumar verði 82,7 milljónir króna og greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af sveitarfélaginu Skagafirði. „Það eru fjölmargir málaflokkar þar sem ákveðin kostnaðarskipting á sér stað milli ríkis og sveitarfélaga. Við höfum tekið þátt í kostnaði við uppbyggingu fjölbrautaskólans, uppbyggingu endurhæfingarhúss við Heilbrigðisstofnunina, uppbyggingu Háskólans á Hólum, landsmót á vegum UMFÍ og svo má lengi telja. Þessi framkvæmd við Háskólann á Hólum í Hjaltadal er því ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum verkefnum til uppbyggingar á innviðum samfélagsins,“ segir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkfræðistofan Stoð ehf. gerði kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á svæðinu í maí síðastliðnum sem hljóðaði upp á um 68 milljónir króna og opnað var fyrir tilboð í verkið, sem snýr að lagningu valla og gerð áhorfendabrekku svo eitthvað sé nefnt. Þrjú tilboð bárust sem öll voru langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 111 til 130 milljónir króna. Öllum tilboðum var hafnað en farið var í að semja við lægstbjóðanda.Erla Björk Örnólfsdóttir„Þær framkvæmdir sem nú eiga sér stað á Hólum tengjast uppbyggingu aðstöðu vegna Landsmóts hestamanna árið 2016, sem jafnframt mun nýtast sem kennsluaðstaða fyrir Háskólann á Hólum. Skólinn fékk fjörutíu milljónir sem eyrnamerktar voru til framkvæmda til að bæta aðstöðu til kennslu í hestafræðideild. Háskólinn á Hólum tekur þátt í að móta umgjörð fyrir Landsmót hestamanna með því að veita aðgang að glæsilegri aðstöðu skólans og landrými, en kemur ekki að fjármögnun landsmóts,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Þann 1. desember síðastliðinn komu inn í fjárlögin fjörutíu milljónir til að bæta útikennslusvæði Hólaskóla. Daginn eftir var tekin ákvörðun á stjórnarfundi Landssambands hestamannafélaga um að færa landsmótið frá Vindheimamelum í Skagafirði að Hólum í Hjaltadal. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Framkvæmdir við Landsmót hestamanna árið 2016 eru í fullum gangi á Hólum í Hjaltadal. Unnið er að gerð keppnisvalla og aðstöðu fyrir áhorfendur. Áætlað er að kostnaður við verkið nú í sumar verði 82,7 milljónir króna og greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af sveitarfélaginu Skagafirði. „Það eru fjölmargir málaflokkar þar sem ákveðin kostnaðarskipting á sér stað milli ríkis og sveitarfélaga. Við höfum tekið þátt í kostnaði við uppbyggingu fjölbrautaskólans, uppbyggingu endurhæfingarhúss við Heilbrigðisstofnunina, uppbyggingu Háskólans á Hólum, landsmót á vegum UMFÍ og svo má lengi telja. Þessi framkvæmd við Háskólann á Hólum í Hjaltadal er því ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum verkefnum til uppbyggingar á innviðum samfélagsins,“ segir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkfræðistofan Stoð ehf. gerði kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á svæðinu í maí síðastliðnum sem hljóðaði upp á um 68 milljónir króna og opnað var fyrir tilboð í verkið, sem snýr að lagningu valla og gerð áhorfendabrekku svo eitthvað sé nefnt. Þrjú tilboð bárust sem öll voru langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 111 til 130 milljónir króna. Öllum tilboðum var hafnað en farið var í að semja við lægstbjóðanda.Erla Björk Örnólfsdóttir„Þær framkvæmdir sem nú eiga sér stað á Hólum tengjast uppbyggingu aðstöðu vegna Landsmóts hestamanna árið 2016, sem jafnframt mun nýtast sem kennsluaðstaða fyrir Háskólann á Hólum. Skólinn fékk fjörutíu milljónir sem eyrnamerktar voru til framkvæmda til að bæta aðstöðu til kennslu í hestafræðideild. Háskólinn á Hólum tekur þátt í að móta umgjörð fyrir Landsmót hestamanna með því að veita aðgang að glæsilegri aðstöðu skólans og landrými, en kemur ekki að fjármögnun landsmóts,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Þann 1. desember síðastliðinn komu inn í fjárlögin fjörutíu milljónir til að bæta útikennslusvæði Hólaskóla. Daginn eftir var tekin ákvörðun á stjórnarfundi Landssambands hestamannafélaga um að færa landsmótið frá Vindheimamelum í Skagafirði að Hólum í Hjaltadal.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira