80 milljónir í landsmótssvæðið á Hólum Sveinn Arnarsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Landsmót er haldið annað hvert ár og sækja nærri tíu þúsund manns mótið. Frá mótinu á Gaddsstaðaflötum á Hellu í fyrra. mynd/bjarni Þór Sigurðsson Framkvæmdir við Landsmót hestamanna árið 2016 eru í fullum gangi á Hólum í Hjaltadal. Unnið er að gerð keppnisvalla og aðstöðu fyrir áhorfendur. Áætlað er að kostnaður við verkið nú í sumar verði 82,7 milljónir króna og greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af sveitarfélaginu Skagafirði. „Það eru fjölmargir málaflokkar þar sem ákveðin kostnaðarskipting á sér stað milli ríkis og sveitarfélaga. Við höfum tekið þátt í kostnaði við uppbyggingu fjölbrautaskólans, uppbyggingu endurhæfingarhúss við Heilbrigðisstofnunina, uppbyggingu Háskólans á Hólum, landsmót á vegum UMFÍ og svo má lengi telja. Þessi framkvæmd við Háskólann á Hólum í Hjaltadal er því ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum verkefnum til uppbyggingar á innviðum samfélagsins,“ segir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkfræðistofan Stoð ehf. gerði kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á svæðinu í maí síðastliðnum sem hljóðaði upp á um 68 milljónir króna og opnað var fyrir tilboð í verkið, sem snýr að lagningu valla og gerð áhorfendabrekku svo eitthvað sé nefnt. Þrjú tilboð bárust sem öll voru langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 111 til 130 milljónir króna. Öllum tilboðum var hafnað en farið var í að semja við lægstbjóðanda.Erla Björk Örnólfsdóttir„Þær framkvæmdir sem nú eiga sér stað á Hólum tengjast uppbyggingu aðstöðu vegna Landsmóts hestamanna árið 2016, sem jafnframt mun nýtast sem kennsluaðstaða fyrir Háskólann á Hólum. Skólinn fékk fjörutíu milljónir sem eyrnamerktar voru til framkvæmda til að bæta aðstöðu til kennslu í hestafræðideild. Háskólinn á Hólum tekur þátt í að móta umgjörð fyrir Landsmót hestamanna með því að veita aðgang að glæsilegri aðstöðu skólans og landrými, en kemur ekki að fjármögnun landsmóts,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Þann 1. desember síðastliðinn komu inn í fjárlögin fjörutíu milljónir til að bæta útikennslusvæði Hólaskóla. Daginn eftir var tekin ákvörðun á stjórnarfundi Landssambands hestamannafélaga um að færa landsmótið frá Vindheimamelum í Skagafirði að Hólum í Hjaltadal. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Framkvæmdir við Landsmót hestamanna árið 2016 eru í fullum gangi á Hólum í Hjaltadal. Unnið er að gerð keppnisvalla og aðstöðu fyrir áhorfendur. Áætlað er að kostnaður við verkið nú í sumar verði 82,7 milljónir króna og greiðist að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af sveitarfélaginu Skagafirði. „Það eru fjölmargir málaflokkar þar sem ákveðin kostnaðarskipting á sér stað milli ríkis og sveitarfélaga. Við höfum tekið þátt í kostnaði við uppbyggingu fjölbrautaskólans, uppbyggingu endurhæfingarhúss við Heilbrigðisstofnunina, uppbyggingu Háskólans á Hólum, landsmót á vegum UMFÍ og svo má lengi telja. Þessi framkvæmd við Háskólann á Hólum í Hjaltadal er því ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum verkefnum til uppbyggingar á innviðum samfélagsins,“ segir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkfræðistofan Stoð ehf. gerði kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á svæðinu í maí síðastliðnum sem hljóðaði upp á um 68 milljónir króna og opnað var fyrir tilboð í verkið, sem snýr að lagningu valla og gerð áhorfendabrekku svo eitthvað sé nefnt. Þrjú tilboð bárust sem öll voru langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 111 til 130 milljónir króna. Öllum tilboðum var hafnað en farið var í að semja við lægstbjóðanda.Erla Björk Örnólfsdóttir„Þær framkvæmdir sem nú eiga sér stað á Hólum tengjast uppbyggingu aðstöðu vegna Landsmóts hestamanna árið 2016, sem jafnframt mun nýtast sem kennsluaðstaða fyrir Háskólann á Hólum. Skólinn fékk fjörutíu milljónir sem eyrnamerktar voru til framkvæmda til að bæta aðstöðu til kennslu í hestafræðideild. Háskólinn á Hólum tekur þátt í að móta umgjörð fyrir Landsmót hestamanna með því að veita aðgang að glæsilegri aðstöðu skólans og landrými, en kemur ekki að fjármögnun landsmóts,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Þann 1. desember síðastliðinn komu inn í fjárlögin fjörutíu milljónir til að bæta útikennslusvæði Hólaskóla. Daginn eftir var tekin ákvörðun á stjórnarfundi Landssambands hestamannafélaga um að færa landsmótið frá Vindheimamelum í Skagafirði að Hólum í Hjaltadal.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira