Átakið Klárum málið berst gegn mænusótt í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 13:52 Hér sést barn í Afghanistan fá bólusetningu við mænusótt fyrr í sumar. vísir/getty Af hverjum seldum kaffidrykk á Te&Kaffi munu 25 krónur renna til bólusetningar barna í stríðshrjáðum löndum gegn mænusótt. Þetta er meðal þess sem felst í átakinu Klárum málið sem ýtt var úr vör í dag. Á stríðssvæðum og í flóttamannabúðum eru börn berskjölduð gagnvart mænusótt. Tvö börn veiktust í Úkraínu fyrr í vikunni en það eru fyrstu tilfellin í Evrópu síðan 2010 og má rekja til þess hversu margir eru nú á flótta vegna átakanna í Úkraínu og hve hlutfall bólusetninga er lágt. Í Sýrlandi spruttu upp tilfelli í kjölfar stríðsins þar í landi. „Mörg börn sem hafa neyðst til að leggja á flótta hafa misst af reglulegum bólusetningum og það er áhyggjuefni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Á Íslandi eru börn bólusett gegn mænusótt þrátt fyrir að veikin hafi ekki verið landlæg hér í meira en hálfa öld. Það sýnir mikilvægi þess að útrýma henni endanlega úr heiminum. Meðan eitt barn er sýkt eru öll börn í hættu.“Landlæg á Íslandi til 1956 Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, veldur lömun og engin lyf eru til við sjúkdómnum. Bólusetning er eina leiðin til að hindra hann og koma í veg fyrir að hann valdi skaða. Ólíkt flestum sjúkdómum er hægt að útrýma mænusótt algjörlega. Sjúkdómurinn var landlægur í 125 ríkjum árið 1988 en í dag er veikin aðeins landlæg í Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Mænusótt olli miklum skaða á Íslandi áður en bóluefni gegn sjúkdómnum var fundið upp. Bóluefnið kom hingað til lands árið 1956 og eftir það var sjúkdómurinn nánast óþekktur hérlendis. Fólk hér á landi sem fékk veikina sem barn glímir hins vegar enn við afleiðingar sjúkdómsins. Líkt og áður segir gefur Te&Kaffi andvirði einnar bólusetningar fyrir hvern seldan kaffidrykk. Einnig er hægt að senda sms-ið BARN í númerið 1900 og gefa þannig 1.000 krónur eða andvirði fjörutíu bólusetninga. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Af hverjum seldum kaffidrykk á Te&Kaffi munu 25 krónur renna til bólusetningar barna í stríðshrjáðum löndum gegn mænusótt. Þetta er meðal þess sem felst í átakinu Klárum málið sem ýtt var úr vör í dag. Á stríðssvæðum og í flóttamannabúðum eru börn berskjölduð gagnvart mænusótt. Tvö börn veiktust í Úkraínu fyrr í vikunni en það eru fyrstu tilfellin í Evrópu síðan 2010 og má rekja til þess hversu margir eru nú á flótta vegna átakanna í Úkraínu og hve hlutfall bólusetninga er lágt. Í Sýrlandi spruttu upp tilfelli í kjölfar stríðsins þar í landi. „Mörg börn sem hafa neyðst til að leggja á flótta hafa misst af reglulegum bólusetningum og það er áhyggjuefni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Á Íslandi eru börn bólusett gegn mænusótt þrátt fyrir að veikin hafi ekki verið landlæg hér í meira en hálfa öld. Það sýnir mikilvægi þess að útrýma henni endanlega úr heiminum. Meðan eitt barn er sýkt eru öll börn í hættu.“Landlæg á Íslandi til 1956 Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, veldur lömun og engin lyf eru til við sjúkdómnum. Bólusetning er eina leiðin til að hindra hann og koma í veg fyrir að hann valdi skaða. Ólíkt flestum sjúkdómum er hægt að útrýma mænusótt algjörlega. Sjúkdómurinn var landlægur í 125 ríkjum árið 1988 en í dag er veikin aðeins landlæg í Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Mænusótt olli miklum skaða á Íslandi áður en bóluefni gegn sjúkdómnum var fundið upp. Bóluefnið kom hingað til lands árið 1956 og eftir það var sjúkdómurinn nánast óþekktur hérlendis. Fólk hér á landi sem fékk veikina sem barn glímir hins vegar enn við afleiðingar sjúkdómsins. Líkt og áður segir gefur Te&Kaffi andvirði einnar bólusetningar fyrir hvern seldan kaffidrykk. Einnig er hægt að senda sms-ið BARN í númerið 1900 og gefa þannig 1.000 krónur eða andvirði fjörutíu bólusetninga.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira